Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 82
68
GRÁI PÁFAGAUIÍURINN
eimreiðin
»Jæja, við sjáum nú lil«, sagði Gannett. »Eg veit þá livað
ég á að liugsa, ef hann skyldi hrökkva u|»|> af«.
»Þenna fugl lít ég aldrei augum framar«, sagði Raggi og
hristi höfuðið, þegar fyrsti vélstjóri tók búrið með fuglinum
og fékk það brytanum, sem átli að fylgja honum heim
með það.
Fyrsti vélstjóri og brytinn gengu frá borði og upp Austur-
Indía-skipakvíarveg. A leiðiuni misti brytinn einu sinni húrið
niður, og gaus þá upp rimma milli vélstjórans og aðvifandi
lögregluþjóns um það, hvort að Gannett ælli að bera ábyrgð á
orðbragði páfagauksins, iit af þessari slysni brytans, eða ekki-
Vélstjórinn tók við búrinu við dyrnar, og það var ekki
laust við að liann væri dálítið kvíðinn, meðan hann gekk
með það upp stigann inn í dagstofuna, þar sem hann setli
það á borðið. Frú Gannett, heldur einfeldnislegur kvenmaður
og auðsveipur, með syfjuleg brún augu, klappaði saman hönd-
unum af fögnuði.
»Er hann ekki fallegur?« sagði Gannett og liorfði á hann.
»Eg keypti hann til þess að vera þér til skemtunar, meðan
ég er í burtu«.
»Þú erl all of góður, elskan«, sagði kona hans.
Hún gekk hringinn í kring um búrið og dáðisl að páfa-
gauknum, sem líka snerist í hring, því hann virtist vera
ákallega tortrygginn og styggur, enda hafði liann haft karl-
menn að húsbændum, þar sem hann var síðast. Eftir að
hún var búin að ganga fimm sinnum í kring um liann, var
fuglinn orðinn dauðleiður á þessu hringsóli og lét það í ljósi
á óþvegnu sjómanna-máli.
»Ó, elskan!« sagði konan.
»Hann talar prýðilega«, sagði Gannett og bar ört á, »og
hann er svo sniðugur, að liann nær öllu, sem hann heyrir,
— en hann gleymir því aftur, áður en langl um líður —«
»Það er eins og hann skilji livað þú erl að segja«, sagði
konan, »líttu bara á litla greyið!«
Tækifærið var alt of freistandi til þess að láta það ónotað,
og vélstjórinn gekk breint til verlts, bar lygina á borð án tafar
og lýsti fyrir l'rú Gannett þeirri undragáfu, sem hann lial'ði
valið að eigna fuglinum.