Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 28
EIMREIÐIN
Þættir Þorsteins ritstjóra Gíslasonar
úr stjórnmálasögu íslands árin 1896—1918.
Nokkrar athugasemdir.
Ei'lir Suein Björnsson, sendiherra.
lig hef orðið var við það, að mörgum mætum íslending-
um af yngri kynslóðinni er furðulega ókunnugt um stjórn-
málaatburðina á þessu tímabili, frá því laust fyrir aldamót
til 1918, þennan merkilega þátt stjórnmálabaráttu okkar.
big tel því þarft verk unnið með þessum erindum Þorsteins
Gíslasonar.
Hann segist hyggja, að hann geti skýrt frá þessum al-
burðum án hlutdrægni. Og því skal ekki neitað, að höfund-
urinn virðist víða sýna fulla viðleitni í þá ált. En ég held
að hann hafi færst þar meira i l'ang en unt er menskum
mætti. Sjálfur hef ég séð og lifað ýmislegt af því, sem höf-
undurinn getur um — oflast liinu megin. Og blær endur-
minninga minna er víða frábrugðinn, stundum talsvert mikið,
því, sem kemur fram í erindum Þorsteins. Ef einhver stjórn-
mála-andstæðinga hans á þessu tímabili vildi semja líka
þætti með sama ásetningi um óhlutdrægni, lijrgg ég að myndin
yrði talsvert önnur eu í erindum Þorsteins. En þá væri mn
leið fengið betra efni til óvilhallrar myndar af þessu merkis-
tímabili í stjórnmálasögu íslands. Hver vill gera það?
VII. erindið er um ráðherratíð Björns Jónssonar, l'öður míns.
Ræðir höfun,dur þar lang-mest um »Landsbankamálið« svo-
nefnda. Finn ég hvöt til þess að b'enda á missmíði myndar-
innar af þeim atburðum, sem mér finst vera.
Höfundur getur um uppsögn Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra, sumarið 1909, og segir: »Töldu menn þessa ráðstöfun
gerða af hefndarhug við liann, vegna afskifta hans af stjórn-
málum á fyrri tíma«. Frávikning bankastjórnarinnar allrar
22. nóv. 1909 gelur litið út fyrir ókunnugum lesanda erind-
anna eins og dutlungur föður míns eða þvi um líkt, vegna
})ess bve lítið er gelið um aðdragandann.