Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 110
eimreiðin
Hrikaleg örlög.
Eftir Joseph Conrad.
VI.
»Eg þekti þetta fólk í sjón«, liélt Santierra hershöfðingi
áfram frásögn sinni, »þetta fólk, sem Gaspar Ruiz leitaði hælis
hjá. Heimilisfaðirinn var gamall, efnaður Spánverji, sem liafði
orðið öreigi í stjórnarbyltingunni. Oðul hans, hús hans í borg-
inni, peningar lians og yfir liöfuð alt, smátt og stórt, sem
hann átti af þessa heims gæðum, hafði verið lýst upptækt,
því hann var skæður andstæðingur sjálfstæðis vors! Áður var
hann voldugur og liafði mikil áhrif í stjórn landsins, en nú
voru völd hans minni en sjálfra negra-þrælanna lians, sem
áttu vorri sigursælu stj órnbyltingu frelsi sitt að þakka. Það
er ekki ósennilegt, að hann hafi í nauðum sínum og hælis-
leysi leitað inn í þetta skekta greni, með gamla og skemda
tigulsteinsþakinu. Hann átti hvort eð var ekkert annað eftii'
en sitt eigið líf, sem héraðsstjórnin hafði af mildi sinni gelið
honum. Staðurinn var einmanalegur. Það var ekki svo mikið
sem hundur eftir í húsinu. Þakið var götótt, eins og það hefði
orðið fyrir fallbyssukúlum. En tréslárnar fyrir dyrum og glugg-
um voru rambyggilegar og ætíð liarðlokaðar.
Ég átti oft leið eftir stígnum, sem lá fram hjá þessum
aumlega bjálkakofa. Eg reið sem sé næstuin á hverju kvöldi
frá víginu niður í borgina, til þess að andvarpa úti fyrir gluggí1
ungrar stúlku einnar. Því þegar maður er ungur og ástfang-
inn, — já, þér skiljið — — —.
Hún var ósvikinn föðurlandsvinur, Caballeros, það getið
þér reitt yður á. Sannleikurinn er sá, hvort sem þér trúið
honum eða ekki, að í þann líð gekk hafrót stjórnmálanna
svo liátt, að ég tel með öllu óliugsandi, að ég hefði getað
orðið hrifinn af konu, hve fögur sem verið liefði, ef hún hefði
verið úr flokki konungssinna«.
Liðsforingjarnir umhverfis hershöfðingjann tautuðu eitthvað,
hristu höfuðið og hrostu, eins og þeir tryðu ekki meira en svo
þessum ummælum hans. Á meðan strauk hann sitt hvíta
skegg og liélt svo áfram með alvörusvip: