Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 122
108
EIMREIÐIN'
HRIKALEG ÖRLÖG
grípur við jarðskjálfta. Menn venjast aldrei jarðskjálftum.
Þeir, sem oft lenda í þeim, verða enn skelfdari en hinir,
sem eru þeim óvanir.
Þetta var í fyrsta skifti sem ég hafði lent í jarðskjálfta,
og ég var rólegastur af öllu fólkinu. Brakið og brestirnir
fyrir utan stöfuðu af því að fordyrið, með öllum þess tré-
súlum og múrsteinsþakinu, Iiafði hrunið. Næsti kippur mundi
að öllum líkindum leggja alt húsið i rústir. Aflur skall
þruman ylir, svo að alt lék á reiðiskjálfi. Hershöfðinginn
æddi um herbergið til þess að leita útgöngudyranna. »Úl, út,
Santierra«, hrópaði hann.
Til ungu stúlkunnar heyrðist ekkert.
»Hershöfðingi!« lirópaði ég, »dyrnar er ekki hægt að opna.
Við erum læstir inni«.
Ég ætlaði ekki að þekkja rödd hans aftur, svo mjög hafði
hræðslan breytt lienni. Hann hrópaði upp yfir sig í örvænt-
ingu. — A mestu jarðskjálftasvæðunum hér varast menn
yfirleitt að borða, sofa eða jafnvel setja sig niður fyrir lok-
uðum dyrum. Veggirnir geta hrunið áður en tími er til að
forða sér, og dyrnar fallið saman. Það var einmitt þetta,
sem skeði nú. Vér sátum í gildru og gátum ekki gerl oss
von um hjálp utan að. Það er ekki lil sá maður í föður-
landi mínu, sem vogi sér inn í laús, þegar jörðin gengur í
hylgjum. Það hefur aldrei neinn þorað, — nema einn:
Gaspar Ruiz.
Hann hal'ði skriðið út úr hyrgi sínu, hvar sem það nú
var, og klilrað yfir timhrið úr hrunda fordyrinu. Ég heyrði
þrumandi rödd yfirgnæfa hræðilegar neðanjarðar-dunurnar,
sem hoðuðu komandi tortímingu. Röddin kom úr jötun-
lungum Gaspars, og orðið, sem hann hrópaði, var: »Erminia!<(
Jarðskjálfti gerir allan stéttamismun að engu. Ég tók á öllu,
sem ég álti til, og hrópaði á móti: »Hún er hér!« — Svarið
var líkast villidýrs-öskri. Svo sortnaði mér fyrir augum, og
angistarsviti spratt mér af enni.
Gaspar var svo sterkur, að hann reif eina þungu súluna ■
fordyrinu upp með rótum, tvíhenti hana eins og kylfu og
réðist eins og óður maður á riðandi húsið, braut múrinn,
sprengdi upp hurðina og steyptist á höfuðið inn á okkur,