Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 124
EIMREIÐIN
110 HRIKALEG ÖRLÖG
Hann kraup hægt á kné, snart faldinn á svarta, grófa
flónelskjólnum hennar og sagði: »Ég er þræll yðar«.
Nú tók hún eftir múrhrúgunni, þar sem liúsið hafði staðið;
hún sást óljóst hulin í rykskýi, en unga stúlkan lét fallast
fram á hendur sínar við þessa sjón og veinaði upp yfir sig.
»Eg har yður út úr rústunum«, hvíslaði hann.
»Og þau?« spurði hún kjökrandi.
Hann stóð á fætur, tók í hönd hennar og leiddi liana var-
lega yfir að rústunum, sem að nokkru leyti voru huldar
undir grjótskriðu.
»Komið, við skulum hlusta«, sagði hann.
í björtu lunglskininu klifruðu þau yfir múrsteinahrúgur,
þaksperrur og grjót, sem var ein rúst. Þau lögðu eyrun að
rifum og holum og hlustuðu, hvorl þau lieyrðu ekki stunur
eða kvalavein.
Loks sagði liann: »Þau liafa fengið skjótan dauða«.
Svo settist hann á timburköst og faldi andlitið í höndum sér.
Þannig beið liann. Loks hvíslaði hann: »Við skulum fara«-
»Nei, aldrei — aldrei héðan!« æpti liún og fórnaði hönduni.
Hann beygði sig ofan að henni, og hún lét fallast upp að
öxl honum. Þá tók hann hana í fang sér, lagði af stað með
hana yfir rústirnar og horlði beint fram fyrir sig.
»Hvað gerið þér?« spurði hún með veikri rödd.
»Eg flý undan óvinum mínum«, sagði hann og leit ekki á
liana.
»Með mig«, andvarpaði hún ráðþrota.
»Aldrei án yðar«, svaraði hann. »Þér eruð styrkur minn«-
Hann þrýsti henni að sér. Andlitið var alvarlegt, skrefln
örugg og hiklaus. Eldslogar gusu upp hér og þar frá hrund-
um þorpum. Rauð bál brunnu úti á sléttunum, og kveinstafir
karla og kvenna kváðu við utan úr kvöldkyrðinni. Miseri-
cordia! Misericordia! hljómaði með undarlega dapurlegum tón
fyrir eyrum lians. En áfram hélt hann, hátíðlegur og öruggur,
eins og liann bæri helgan dóm í fanginu — heilagan dóm
og dýrmætan.
En öðru hvoru nötraði jörðin undir fótum hans.
(Framl1')-