Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 102
88
EIGN VOR I GARÐI DANA
eimreiðin
Danir bera það og fyrir sig, að þeim haii verið gefið sumt
af þessu, en liitt hafi verið keypt fyrir danskt fé. þetta er
hvorttveggja rétt að forminu til, en mergurinn málsins er uffi
gjafirnar, að þetta var gefið ríki, sem vér vorum sameigendur
að móts við aðra þegna þess, og einmitt vegna þess að land
vort var hluti Danaveldis, alt í þeim tilgangi að ríkið varð-
veiti þessa hluti vor vegna. En hlutina, sem þeir keyptu,
keyptu þeir vegna þess, að það var skylda þeirra að halda
slíkum gripum til haga, jafnt fyrir oss sem aðra þeg'na rík-
isins, og þeir keyptu þá fyrir fé, sem vér vorum sameigendui'
að móts við aðra þegna rikisins, því fram til 1874 var eng-
inn íslenzkur lands- eða ríkissjóður til.
Þetta er alt ofurljóst og ber það greinilega með sér, að
Danir hafa ekki með því að gera skýlausa skyldu sína í
þessu efni, getað aflað sér neins sérstaks eignarréttar yfir
þessum hlutum, sem sé í mótsetningu við eitthvert eignar-
réttarleysi vort, er ætti að stafa af þessum ráðstöfunuin
þeirra. Feyran i hugsun Dana er sú, að í þessu sambandi
verður þeim of starsýnt á þann ómólmælanlega sannleika,
að vér erum ekki Danir og höfurn aldrei verið, en konia
hins vegar ekki vel auga á þá jafn-ómótmælanlegu staðreynd,
að vér þrátt fyrir þetta vorum danskir þegnar, jafn-réttháir
öðrum dönskum þegnum, og að ísland var danskur lands-
hluti fram til 1918. Fyrir hragðið er það, að þeim finst ís-
land, þrátt fyrir öll stöðulög og annað slíkt, hafa alt af verið
útland, svo að þeir hafi verið að fá þessa hluti sem gjafii'
eða fyrir lcaup frá útlöndum, og þá væri alt annað mál.
Aðalatriðið er, að hlutirnir hafa, í skjóli þess að ísland
var partur Danaveldis, verið gefnir sameiginlegu ríki eða
keyptir af sameiginlegu ríki fyrir fé af sameiginlegum sjóði-
Hlutanna hefur verið aflað al' félagsbúi, ef svo mætti segja-
Nú kemur árið 1918. Félagsbú Islands og Danmerkur leys-
ist upp, og ísland verður sjálfstætt ríki. Rökrétt afleiðing a*
því er, að það, sem vegna sambandsins hefur lent í liönduin
samríkisins af eigum annars hvors hinna nýju ríkja, á sjáfi'
krafa að ganga aftur til hins upprunalega eiganda vegna þess,
að trúnaðarmaður beggja, samríkið, sem hlutirnir voru faldir
á hendur í skjóli sambandsins, er ekki lengur til. Það verður