Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 62
48
MÁNA-FÖR MÍN
bimreiðiN
lengra dregur lil hægri, unz hún hverfur úl í sléttuna. I5að
«r erlitt að dæma um dýpt gjárinnar þaðan sem ég sit, en
ég geri ráð fyrir að hún sé nokkur hundruð metrar. Þvert
á hana liggur önnur gjá, í stefnu á Archimedes, milli lágra
l'jalla. Að liaki mér er landið mjög fjöllótt og' óslélt, með
gígum hér og þar, en lækkar svo úl við sjóndeildarliringinn.
Svona lítur þá Jandið éil fyrir fótum mér. Annars er erlill
að lýsa þeim sérkennilega hlæ, sem yíir því er. Jarðarbúa
brestur orð ylir útlit landslagsins þarna. Þeir verða að koma
sjálfir og sjá, eða að mjnsta kosti að skoða í stjörnukíki
lunglið, helzl á lyrsta kvartéli, þegar sólargeislarnir falla ská-
hall á það og gera alla hluti skýra. Þá getið þið einnig séð
landslagið á tunglinu »fyrir fólum vkkar«.
Hingað Lil hef ég verið svo hrifinn af öllu því nýstárlega,
sem fyrir augun hefur horið á lunglinn, að ég lief varla gelið
mér líma lil að virða fyrir mér himinhvellinguna. Nú tek ég'
einnig að virða hana fvrir mér, þessa stóru, svörlu hvellingn
yfir höfði mér, Jiar sem stjörnurnar skína skært, enda þóll
hádegi sé og sól því hæst á lol'ti. Hér er ekkert gufuhvolf,
sem dreiíi Ijósinu, eins og á jörðunni. Þess vegna er himin-
inn heldur ekki blár hér. Hg sé stjörnurnar. Þær skína kyrt
og án þess að lilika. Þegar ég virði þenna himinn fyrir mér,
linsl mér sem ég sé aftur kominn lil jarðarinnar. Ég sé sömu
stjörnurnar, sömu góðu, gömlu kunningjana — sömu stjörnu-
merkin, — staðan er óbreytt. Vetrarbraulin liggur eins og
silfur-stígur yíir bleksvarl háloftið. ()g sjá, þarna lil vinstri
er Venus, ekki langt frá sólu. Venus er þarna svo björt, að
ég sé hana vel sjónauka-laust, eins og örlítinn hálfmána. Og
þarna skin sólin, enn bjartar og skærar en hún getur skinið
á jörðunni.
En livað er orðið af minni góðu, gömlu móður jörð? Eg
geL hvergi fundið hana. En svo ranka ég við mér. Auðvilað
get ég ekki séð hana, af því það er fult tungl, og frá því séð
hlýtur því að vera »ný jörð«. Ivg minnist þess nú, að mér
var sagl þetta í skóla, þótt ég myndi ekki eftir því í svipinn-
Jörðin er ekki sjálflýsandi fremur en tunglið. Frá tunglinu
séð eru því kvartélaskifti á jörðunni, en nákvæmlega öfugt
við kvartélaskifti tunglsins. Þegar jörðin er »l'ull«, sjáum við