Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 119
EIMREIÐIN
HRIKALEG ÖRLÖG
105
niitt gagnvart föður hennar veikum. Mér lá við að skammast
min. Ég hafði ætlað mér að sýna honum fyrirlitningu, en
ekki umburðarlyndi. Það var eins og orðin hrynnu á vörum
hennar, en hún var tigin og róleg í framkomu og talaði með
bliðri, þunglyndislegri rödd, svo að ég fyltist lotningu gegn
vilja mínum. Því segi ég það, senores, vér karlmennirnir
stöndum ekki kvenfólkinu snúning! Þó ætlaði ég elcki að trúa
minum eigin eyrum, þegar hún hóf sögu sína. Hún lauk
máli sínu með því að segja, að forsjónin hefði þyrmt lífi
þessa hrjáða hermanns og nú treysti hann mér sem göfug-
menni til að miskunna sér og bæta úr rangsleitni þeirri,
sem hann hefði orðið fyrir.
»Rangsleitni?« anzaði ég stuttur í spuna, »þér vitið þó lík-
lega, að þér liafið hér hýst fjandmann og svikara«.
»Hann var þjáður maður, sem knúði á dyr og bað í guðs
nafni um hjálp, senor, hvernig áttum við að úthýsa honum í
^að liel'ði verið ókristilegt«, svaraði liún blátt áfram.
Ég gat ekki að mér gert að dást að lienni.
»Hvar er liann nú?« spurði ég livatskeytslega.
En því vildi hún ekki svara. Með óviðjafnanlegri slægð
°g næstum djöfullegri lægni tókst henni að minna mig á,
án þess að særa mig, að mér liefði ekki tekist að frelsa líl
fanganna úr varðhaldinu. Auðvitað þekti hún alla söguna.
°g nú var hún með skilaboð frá Gaspari Ruiz, um að ég
átvegaði honum vegahréf frá San Martin yfirhershöfðingja
sjálfum, þar sem Gaspar hefði mjög þýðingarmiklar upplýs-
mgar að flytja honum.
Þor Dios, senores, alt þetta gleypti ég gagnrýnilaust. Hún
sagði að Gaspar vonaði að mæta sömu riddaramensku hjá
mér, eins og hann hefði mætl hjá þeim, sem skotið liöfðu
yfir hann skjólshúsi. Hún kunni, svei mér, að koma orðum
a^ því, sem hún vildi fá mig til að gera. Eg var stórhrifmn
af lienni — og málefninu, þegar ég reið af stað. Og mér datt
ekki í hug að krefjast þess að fá að sjá Gaspar Ruiz, svo
sannfærður var ég um, að alt væri rétt og satt, sem hún
sagði um hann.
En þegar ég fór að liugsa rólegar um málið, kom ég auga
a ýmsa annmarka, sem ég treysti mér ekki til að ráða við.