Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 114
EIMREIÐIN
100 HRIKALEG ÖRLÖG
En —«, bætti hann við og brosti kankvíslega, um leið og
liann hristi sitt silfurliærða höfuð —, »þó að vér séum allir
bræður, þá eru ekki allar konur systur vorar«.
Einn af yngstu gestunum gat ekki setið á sér með að láta
í ljós ánægju sína yfir þessari síðustu staðreynd, en liers-
liöfðinginn hélt áfram með alvörusvip, án þess að gefa því
gaum: »Þær eru svo margvíslega gerðar! Sagan um kónginn
og flökkustúlkuna, sem liann gerði að drotningu sinni, getur
látið nógu vel í eyrum vor karlmannanna, þegar vér skoðuin
hana í Ijósi ástarinnar. En þegar ung stúlka, fræg fyrir feg-
urð sína og tíguleik, til skamms tíma dáð og tilbeðin af öll-
um á dansleikjunum í höll sjálfs landsstjórans, tekur sér
óbreyttan bónda að eiginmanni, hreinan og beinan guasso,
þá veit maður varla hvað á að lialda um kvenfólkið og kær-
leikann. Þetta var nú samt sem áður einmitt það, sem gerð-
ist. Reyndar var það víst ekki ástin, sem hér réði úrslitum,
heldur hatrið«. — Eftir að liershöfðinginn hafði þannig færl
fram afsökun sína, til þess með því að sýna konunni riddara-
legt réttlæti, sat hann þegjandi um hríð. Svo tók liann aftur
til máls:
»Eg reið næstum daglega fram hjá húsinu, og þetta var
það, sem gerðist innan veggja þess. En hvernig það gerðist,
er ekki unt að leysa. Örvæntingu hennar verður ekki gerð
tilraun til að lysa, en Gaspari Ruiz var auðvelt að stjórna.
Hann hafði verið hlýðinn hermaður. Jötunafl lians var eins
og bjarg, sem þeyzt gat í livaða átt, sem vera skyldi, eftir
því hver kastaði. Sjálfsagt hefur liann orðið að segja fólkinu,
sem skaut yfir liann skjólshúsi, alla sögu sína. Og hann
þarfnaðist nákvæmrar lijúkrunar. Þó að sár hans væru ekki
hættuleg, var hann rúmfastur lengi. Gamli konungssinninn
gat enga hjálp veitt í vitíirringsæði sinu. Það voru því kon-
urnar, sem komu sjúklingnum l'yrir í einum af kofunum
inni á milli ávaxtatrjánna að húsabaki. Þar íekk hann nóg
vatn að drekka, meðan liitasóttin hélt honum í helgreipum
sínum, og þar naut hann aðhlynningar og góðs atlætis. Ég
geri ráð fyrir, að liann hafi fengið sinn hluta þeirra matvæla,
sem til voru á heimilinu. En þau inunu lial'a verið af skorn-
um skamti: eitthvað af glóðsteiktum maís, baunir, brauðbiti