Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 118
104 HRIKALEG ÖRLÖG eimreiðin
alt í einu örvæntingarfullur, »Get ég gert nokkuð annað?
Ekki er ég hershöfðingi í fararbroddi hersveita. Eg, vesæll
maður, sem nú í þokkabót verð fyrir því óláni, að þér
fyrirlítið mig!«
VIII.
»Seiwres((, hélt hershöfðinginn áfram sögu sinni, ))þó að ég
væri ástfanginn um þessar mundir og því léttur í lund, stóð
mér alt af heygur af liúsinu með harðlokuðu slagbröndunuin
fyrir dyrum og gluggum, einkum þegar ég reið þar fram hjá
í tunglskini á kvöldin. Eg hélt þó áfram að nota reiðstiginn,
því það stytti mér leið. Gamli konungssinninn hélt lengi upp-
teknum hætti með að æpa á eftir mér, en svo hætti liann
að sýna sig, eins og hann hefði orðið þreyttur á því, að ég
skyldi ekki gefa honum nokkurn gaum. Ég veit ekki hvort
þau liafa talið hann á þetta. En þar sem Gaspar Ruiz var
þarna, mun honum liafa veizt auðvelt að halda karlinum í
skefjum. Það mun hafa verið eitt í ráðagerð þeirra að var-
ast alt, sem gæti gert mér gramt í geði. Eða það grunar mig
að minsta kosti.
Þó að ég væri algerlega lieillaður af fegurstu konu-augunum
í Chile og hugsaði ekki um annað en þau, þá leið þó vikan
ekki svo, að ég tæki ekki eftir því, að gamli maðurinn væri
hættur að sýna sig. Svo liðu nokkrir dagar. Eg var farinn
að lialda, að fólkið í húsinu væri ilutt eitthvað burt. En
lcvöld eilt, er ég reið hratt niður í borgina, sá ég einhvern
í fordyrinu. Það var ekki gamli vitíirringurinn, heldur unga
stúlkan. Hún stóð þarna há og tíguleg, náföl í andliti og
hélt um eina trésúluna í handriðinu. Stóru, svörtu augun
lágu djúpt í tærðu andlitinu. Það var auðséð, að hún hafði
liðið mikinn skort. Eg horfði hvast á hana, og hún virti inig
fyrir sér á móti, rannsakandi og einkennilega kyrlát og þöguk
Svo virtist liún lierða upp liugann á síðustu stundu og veif'
aði til mín, eftir að ég var riðinn fram lijá, eins og hún
væri að biðja mig að nema slaðar.
Ég hlýddi ósjálfrátt, senores, svo undrandi varð ég. Og enn
meira undrandi varð ég, þegar ég lieyrði livert erindið vai'.
Hún hóf máls með því að þakka mér fyrir umburðarlyndi