Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 30
16
ÞÆTTIR ÞOIiSTEINS RITSTJ. GÍSLASONAR
EIMREIÐIN
gamall vinur og' samherji föður míns alt frarn að frávikning-
unni. Var mér kunnugt um, að þeir mátu livor annan
mikils. Hinir vorn einnig fornvinir föður míns, þótt þeir
hefðu staðið á öndverðum meið í stjórnmálum um nokkurt
árabil. Ég er ekki í vafa um, að það var af fullri hrein-
skilni meint, að faðir minn nefndi mennina »valinkunna
sæmdarmenn« skömmu síðar, eins og I5. G. getur um. En
hann mun hal’a talið embættisskyldu sína að láta alt tillit
til persóna víkja fyrir því, sem liann hefur álitið nauðsyn
fyrir velferð stofnunarinnar. Og var slíkt ekki einsdæmi í
stjórnmálaferli hans. Og hvort sem talið verður, að föður
mínum liaíi skjátlast eða ekki, er liann gerði þessa embættis-
ráðstöfun, þá liygg ég, að varla verði móti því mælt með
sanngirni, að alþjóð hefur látið sér annara um þessa þjóðar-
stofnun, Landsbankann, síðan en áður.
Reglur
um þátttöku í l.jósmynda-samkepni Eimreiðarinnar 1937:
Allir, sem ekki eru ljósmyndarar að atvinnu, mega keppa.
Myndirnar sendist ritstjóra Eimreiðarinnar fyrir 1. okt. næstk.
Aftan á hverja mynd sé ritað nafn og heimilisfang' myndtöku-
manns, ennfremur nafn myndarinnar og' aðrar upplýsingar, sem
þurfa þykir um hana.
Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðl. kr. 25,00, 2. verðl. kr. 15,00
og 3. verðl. kr. 10,00.
Um myndirnar verður dærnt af þar til hæfum mönnum.
Árangur samkepninnar verður birtur í síðasta hefti þessa árs,
og um leið myndir þær, sem verðlaun hljóta, ef einhverjar verða.
Innsendar myndir verða ekki endursendar, en geymdar, ef þess
verður óskað, og' má jiá láta vitja þeirra á afgreiðslu ritsins
eftir að úrslit samkepninnar hafa verið birt.