Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 24
10
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ísafjörður............
Siglufjörður..........
Akureyri..............
Seyðisfjörður.........
Neskaupstaður.........
Vestmannaeyjar........
Mannfjöldi i kaupstöðum var i
ársbvrjun 1935 ársbyrjun 1113(5
2 631 2 002
2511 2 643
4 374 4 503
1 013 987
1 135 1 157
3 458 3 510
Þrátt fyrir öll víxlspor síðan stjórnin iluttist inn í landið,
hafa afkomuskilyrði landsmanna batnað mjög frá því, sem áður
var, er hungur og horfellir voru ekki óþekt fyrir-
Niðui íngsoi ð. jjrjg9i ^ fleiri eða færri stöðum á landinu. Þess-
um breytingum veldur bætt árferði, aukin ljárráð, ásamt mikl-
um dugnaði á mörgum sviðum. Ónóg þekking og skortur á
hagsýni hafa hinsvegar valdið því, að heildarútkoman af bú-
skap þjóðarinnar er hvergi nærri góð og opinber fjárhagur
örðugur. El' ekki hefði verið gott árferði á liðna árinu og
liefði síldin ekki jafnað halla fiskveiðanna, þá hel'ðu nauðsyn-
legustu greiðslur til útlanda strandað. Og því ber ekki að gleyma,
að þó að hagstæðum viðskiftajöfnuði yrði náð, þá var það
að miklu leyti á kostnað vörubirgða í landinu, sem nú eru
óvenju-litlar — bæði af útlendum vörum og innlendum.
Horfur um sölu á ýmsum afurðum á þessu ári eru aftur á
móti nú sem stendur mjög góðar, en þær stafa af stríðshættu
og gætu því reynst óslöðugar,
Hversu gott sem árferðið verður, bæði á þessu ári og þeim
næslu, leyfir það ekki að stækka ríkisbáknið áfram og reka
það á óarðbærum grundvelli og festa nýjar miljónir í óarð-
bærum fyrirtækjum, styrkjum og öðru því, sem ekki skilar
arði, en þvert á móti krefst árlegrar meðgjafar. Þessa er þó
krafist öðruhvoru af öllum stjórnmálaflokkum jafnt, að við-
lagðri þyngstu pólitískri refsingu. Slíkt fyrirkomulag liefur
víðar stungið sér niður en hér á landi, og endað eins og allir
vita með hruni. Enda virðist svo sem meðvitundin um liætt-
una af ábyrgðarleysinu sé að vakna — það séu hagsmunir þjóð-
arheildarinnar í nútíð og framtíð, sem hljóti að verða settir
ofar öllum sérliagsmunum stétta og ílokka. Og þá er vel farið.