Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 68
54
VORIÐ OG ÞÚ
EIMREIÐIN
Þótt vorið láti sólina brosa yfir bænum
og' blika á snænum
í fjöllunum, — hún vermir sem blossandi bál, —
þá er þó ekkert hlýrra né æðra og betra
gegn andúð kaldra vetra,
en eldurinn, sem brennur í æskumannsins sál.
Þóroddur Guðmundsson.
Már.
Þula eftir Vigtiísi frá Fitjum.
Sjáið, hvar fagur flýgur
og flugtökum jöfnum klýfur
geiminn,
utan og ofan við heiminn,
már!
Á bringunni hvítur, en bakinu grár.
Fjörðurinn lygn og fagurblár
faðmar ströndina mjúkt.
Mitt sinni er sjúkt, — og sorg mér á hjarta liggur.
Vinurinn már, vertu ekki hryggur.
Norðurljósin loga svo skært,
loftið er hyldjúpt, blátt og tært.
Á lognkyrru kveldi er ljúft og kært
að láta sig dreyma, að eigi ég heima
í þinni veröld, í þinni sæng.
í mánaskini undir mjúkum væng,
már, þar er gott að vera.
Viltu mig bera
svifhratt burt yfir sæ og fjöll í töfrahöll?
Þangað, sem enginn okkur lítur,
né öfund verða að meini kann.
Þar breytist þú í menskan mann.
Ég elska hann.
— Á bringunni hvítur, en bakinu grár.
Þú ert ennþá í álögum, már, —
en þau verða leyst eftir þúsund ár.