Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 29
eimreiðin
ÞÆTTIR ÞORSTEINS RITSTJ. GÍSLASONAR
15
Lg reyni ekki að setjast í dómarasæti um þetta viðkvæma
mal, sem olli svo miklum æsjngum á sínum tíma. En mig
langar til að bera að nokkuð annað Ijós en höfundur gerir.
Er faðir minn tók við ráðherraembættinu, vorið 1909,
gengu og hötðu gengið undanfarið ýmsar sögur um, að ekki
'æri alt í sem beztu horíi um stjórn Landsbankans. Nýr
hanki lialði og starfað nokkur ár og virlist all-hættulegur
keppinautur þjóðbankanum. Allir stjórnendur bankans voru
ehlri menn, sem enga sérmentun höfðu fengið sem banka-
'nenn. Aðal-bankastjórinn, Tryggvi Gunnarsson, 73 ára. Það
var því varla óeðlileg bugsun, að timabært væri að hleypa að
>ngri kröftum. Uppsögn Tryggva Gunnarssonar gat því út af
íyrir sig verið hæði réttmæt og eðlileg stjórnarráðstöfun, þótt
honurn sjálfum, og mörgum öðrum, fyndist liann full-góður
hankastjóri um lengri eða skemri tíma áfram. Þótt faðir minn
gæli verið harðvígur í stjórnmálabaráttunni, minnist ég þess
ekki, að hann haíi borið langrækinn hefndarhug til andstæð-
higa sinna.
Afsetning banlcastjórans og gæzlustjóranna 22. nóv. kom
ilatl upp á rnarga, þar á meðal mig. Faðir minn lekk ekki
stuðning dómstólanna né meiri liluta þingsins um þá ráð-
stölun. Það er alveg rétt. En mér finst að full óhlutdrægni
krefjist þess að á það sé bent, hvað á undan hafði farið.
Aður greindur orðrómur um slælega bankastjórn liafði gert
það að verkum, að stjórnin skipaði nefnd til þess að rann-
saka hag bankans sumarið 1909, eins og Þ. G. bendir laus-
iega á. Nelnd þessi, sem urðu nokkur mannaskifti í, hafði
unnið að þessari rannsókn frá því um sumarið. Mun nefndin
hata, er svo langt var komið, talið rannsóknina liafa leitt
það í Ijós, að skifta þyrfti tafarlaust um banlcastjórn, og gert
tdlögu til stjórnarinnar í þá átt. Eftir að liafa ráðfært sig
''ið menn, sem faðir minn taldi sér fróðari á þessu sviði,
uiun hann hafa tekið ákvörðun um frávikninguna. Eg er ekki
1 vafa um, að liér var ekki um neina augnabliks-dutlunga
að íæða, heldur haíi faðir minn talið frávikninguna embættis-
skyldu sína samkvæmt gögnum þeim, tillögum og ráðum,
sem hann hafði fengið. Varla hefur honum þótt ljúft að
"una verkið. Annar gæzlustjórinn, Kristján Jónsson, var