Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 41
KIM REIÐIX
SLYS í GILJAREITUM
27
til brekkunnar, ég ánnegin. Hann vaknaði, leil upp «g bölv-
aði: »Hver fjandinn er nú að, bilstjóri?« sagði liann.
Bilstjórinn leit snöggvast við og á mig. IJað var ungui
maður, ég tók eftir því, að andlitið var afar-fölt, augun dökk
«g óvenjulega skær.
»Viljið þér gera svo vel að fara út, Bjarni«, sagði liann
við mig, og mér fanst röddin dálítið hás og óstöðug, >»og
láta steina fyrir framhjólin, ég þarl að líla eftir keðjunni a
öðru lijólinu«.
Ég fór út úr bílnum. — En i sama bili og ég var kominn
út, fór billinn af stað. Hann ók hratt tvær lengdir sínar,
sneri svo lieint fram af klettabrúninni og steyptist niður.
í dauðans oflioði hljóp ég l’ram á brunina. Eg sá bilinn
lenda á klettasnös, hér um bil í miðju bjarginu, taka þaðan
loltkasl og koma með geysihraða á hvolii niður í beljandi
ána. — Honum skaut snöggvast upp litlu neðar, byltisl um,
hentist i'ram al’ fossi - og hvarf.
El'st i Norðurárdalnum náði mér bíll, er kom að norðan.
Eg var þá holdvotur og illa lil reika. Eg sagði sög-
una af slysinu, er ég hafði fengið hressingu hjá einum far-
þeganum.
Bilstjórinn spurði mig, livaða bill það lielði veiið, ei l>>u
slvsinu varð.
»Nú-ú«, sagði hann, er hann heyrði það, »mig lurðar ekki
þótt svona færi. Jóliann, bílstjórinn, misti kærustuna sína
' vor. Hún datt út af skipi eða hvarf af því. — Hann hefur
verið eitthvað undarlegur síðan«.