Eimreiðin - 01.01.1937, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN
EIGN VOR í GARÐI DANA
95
£>ð ég visa um það til rits míns »Dómkirkjan á Hólum i
Hjaltadal«, bls. 390—91. Þrátt fyrir það, að stólarnir voru
samstæðnr, vílaði safnstjórnin danska það ekki fyrir sér að
skilja á milli þeirra, og er annar þeirra nú geymdur hér, en
hinn í þjóðminjasafni Dana. Það liggur því við, að það megi
kalla það mikla guðs mildi, að Dönum datt ekki í hug að
saga sundur Valþjófsstaðahurðina og skila oss helmingnum,
en halda hinum, enda er hún nú komin hingað heilu og
höldnu. Danir eru og búnir að viðurkenna meginreglu skil-
anna með því nú að skila Noregi skjölum þaðan, sem þeir
áratugum saman hafa þrjóskast við að afhenda.
Það ber því alt að sama brunni, að Dönum beri bæði laga-
leg og siðferðileg skylda til þess að skila þessum hlutum,
sem vér eigum í þeirra garði, að fullu og undandráttarlaust.
Mér er afar-vel við Dani, og ég veit það, að þeir eiu goðii
nienn og gegnir, en það væri ljarska raunalegt, el' þeir skyldu
af hégómlegum metnaði láta tælast til þess að gera oss rangt
111 í þessu réttinda- og nauðsynjamáli voru. Ég get ekki trúað
Þvi, að svo fari þegar á herðir, því að mér finst það mjög
álikt þeim, enda þótt þeir hafi tregðast hingað til. En el svo
slysalega skyldi takast, þá skil ég ekki, að það geti oiðið til
annars en að öll trú á því, að þeir muni hafa nokkurn vilja
fil þess að sýna oss jöfnuð í nokkru, mundi með öllu kulna
nt hér. Ef það traust væri horfið, er ekki gott að sjá, hvern-
i§ íslendingar ættu að gera annað 1943 en að slita sam-
handi við Danmörku að fullu og öllu.
Hitt er ekki hægt að efast um, að bæði Alþing Islands og
stjórn muni þegar gera gangskör að því að taka málið upp
aftur og sleppa ekki af því liendinni fyrr en full skil eru
gerð. Það má vera, að það sé ekki margt, sem oss Islend-
ingum geti komið saman um, en liitt er víst, að þegar slik
mál eru á döfinni hefur það reynst svo, að ekki gengi hnd-
Urinn á milli okkar, ekki einu sinni þeirra manna, sem ann-
ars eru á öndverðum meiði um alt. Þetta er eitt þessara mála,
°g það efar enginn, að þeir, sem eiga að hafa lorsjá fyiii oss,
bregði vel og fljótt við.