Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN
189
til Reykjavíkur, og hefur hún talið sér, eins og rétt var,
skylt að láta málið til sín taka. Nefndin skrifar íslenzku stifts-
yfirvöldunum, sem þá voru Moltke stiftamtmaður og Geir
Vídalín biskup, 31. marz 1817 og segist hafa heyrt, að svonefnd
Stórabrík eða Ögmundarbrík, merkileg fyrir sakir aldurs og
listfengi, hafi verið flutt frá Skálholti til Eyrarbakka að for-
lagi yfirvaldanna í því skyni, að hún yrði sett upp í Reykja-
víkurdómkirkju, en hún hafi aldrei komizt lengra en á Eyr-
arbakka og sagnir gangi um að hún hafi sætt þar mjög kæru-
leysislegri meðferð. Kveður nefndin það skyldu sína að spyrj-
ast fyrir um, hvernig þetta mál sé vaxið, hvort bríkin geti
enn talizt hæfilegt skraut í dómkirkjuna, hvort enn séu óskir
um að flytja hana til Reykjavíkur í því skyni, og ef ekki,
ltvort hún teljist í því standi að hægt sé að flytja hana til
Kaupmannahafnar og láta hana í þjóðsafnið sem frambæri-
legan forngrip.
Ef til vill má til sanns vegar færa, að danska fornleifa-
nefndin hafi að einhverju leyti unnið okkur óþurftarverk
með starfi sínu hér á landi. Það væri þó rangindi að bera
hana sökum í sambandi við Skálholtsbríkina. Nefndin kom
þar fram af háttvísi, sem ekki verður að fundið, og bjargaði
því sem bjargað varð. Fyrir orð hennar létu stiftsyfirvöldin
Sigurð Sívertsen verzlunarstjóra gera nákvæma skýrslu um
ástand bríkarinnar og senda fornleifanefndinni. Er sú lýsing
ljót, ekki sízt ef höfð eru í huga hin fögru orð Hannesar
biskups um bríkina, og er sýnt af skýrslunni, að þá eru rytjur
einar eftir af hinum gamla helgigrip, umgerð liðuð sundur,
niyndirnar losnaðar af grunninum og málning og gv'lling að
•nestu leyti af. Engu að síður óskaði nefndin þess, að leifar
þessar yrðu sendar sér til Hafnar, og þá byrjuðu ný vand-
ræði. Hver átti nú að pakka þessu niður og koma því til
skips? Stiftsyfirvöldin skrifuðu I.ambertsen kaupmanni og
háðu hann að láta smíða kassa og pakka niður myndunum og
flytja þær svo á skipi sínu til Kaupmannahafnar.
Lambertsen svaraði um hæl og neitaði alveg að láta smíða
kassana eða eiga nokkuð við innpökkun, en lofaði að láta
flytja bríkina til Hafnar, ef hún væri forsvaranlega innpökk-
uð og væri komin til skips í miðjum ágúst í síðasta lagi.