Eimreiðin - 01.07.1958, Qupperneq 104
236
EIMREIÐIN
einfaldlega bvggðar á skráðum heimildum. Á allt annan hátt
eru stríðsbækurnar („Von unten gesehen" og „Im Sperrkreis“)
eftir Felix Hartlaub (f. 1913), sem týndist í lok stríðsins. Hann
skrifaði niður athugasemdir sínar, en lieldur eigin persónti,
reynslu sinni og tilfinningum algerlega utan við, og annaðhvort
hverfur í nafnlausan hópinn eða lætur hlutina sjálfa tala sínu
máli. Þannig svífur frásögn hans milli tungutaks hermannanna
og skýrsluformsins, á milli þess hugræna og hlutlæga. Höfund-
urinn gerir hvorki kröfu til hlutlægra sanninda né sanninda
hinna hugrænu tilfinninga. Hann lætur aðeins staðreyndirn-
ar, hlutina sjálfa tala. Kaldan, ópersónulegan stíl finnur mað-
ur einnig í „Die Stalinorgel“ eftir Gert Ledig (f. 1921).
í beinni mótsetningu við stríðsróman fyrra stríðsins vantar
nú nærri algerlega dóm um stríðið frá siðferðilegu sjónar-
miði. Fyrir kalda skynsemishyggju okkar tíma er trúin á þann
möguleika að útiloka styrjaldir í framtíðinni jafn fjarlæg og
vegsömun þjóðrækinna hetjudáða. Jafn lítið er spurt um
sögulega sök styrjaldarinnar, því þá mundi vera reiknað með
bjartsýnni trú á dómgreind mannsins ásamt sannfæringu um
góðan skilning á réttu og röngu. í skáldsögunni „Auch in ihrer
Siinde“ eftir Herbert Eisenreich (f. 1925) er hin góða samvizka,
sem er sannfærð um réttmæti eigin gjörða og dæmir og fordæm-
ir, beinlínis kölluð orsök alls ills í heiminum. í stað þess að
dæma sjálfumglaðurog sannfærður krefst hann róttækrar hrein-
skilni. f nútíma stríðsskáldsögu ríkir siðferði sannleikans, sem
miskunnarlaust afhjúpar viðburðina og framferði manneskj-
unnar. Þar er fyrst og fremst spurt um afstöðu einstaklings-
ins, um gildi hans í þessari þolraun, þar sem hanu
stendur nakinn og einn með sjálfum sér og ótta sínum, víðs
fjarri öllum hetjuskap. Enginn getur notað stríðið til að sanna
fjarvistir og sakleysi sitt, álítur Heinrich Böll (f. 1917), einS
og nafn skáldsögu hans, „Wo warst du, Adam?“ ber með sér.
Hinu miskunnarlausa ógnarveldi stríðsins er lýst æ ofan í æ’
fjarstæða þess og heimska afhjúpuð. Andstæðurnar mill1
mannsins, sem verður leiksoppur stríðsins, og persónulegTa
örlaga, sem sérhver einstaklingur verður enn þá að þola>
eru sýndar á áhrifaríkan hátt í „Die verratenen Söline“ cfto
Michael Horbach (f. 1924), — frásögn af undanhaldi hermanna-