Eimreiðin - 01.07.1958, Qupperneq 137
EIMREIÐIN
269
um nónleytið. Hún borðaði og drakk af beztu lyst, en öðru
hvoru mátti hún til með að leggja fæturna upp á borðið til
að sjá hosurnar. Og í hvert sinn hljómaði skipunin, skörp og
ákveðin: „Niður með fæturna, Berit."
Þegar máltíðinni var lokið, fór pabbi til vinnu sinnar og
tnamma sneri sér að sínum verkum. Anna fór í sendiferð, en
Berit fékk að sjá uni sig sjálf, alein í sunnudagakjól og hosum.
Hún stóð úti á hlaði í glampandi sólskininu, það var hlýtt
°g notalegt. En nú reið á að geta sýnt einhverjum nýju hos-
urnar, annars var ekki hálft garnan að þeim. Hún hugsaði
dl allra þeirra, senr hefðu þurft að sjá hana núna, en voru
hér ekki. Hún gat þó alltaf farið niður að næsta býli, niður
að Vík.
Hún aðgætti vel, að pabbi og mamma veittu sér ekki at-
hygli og skauzt bak við tré, sem skýldu henni. Þar lá vegur-
inn til Víkur, og hann gat hún gengið óséð. Hún hafði farið
þetta áður alein.
Hvað það glampaði á hosurnar í sólskininu. Berit hljóp
svo hratt, að það var eins og hvítt strik á veginum. Nú skyldi
Kari í Vík fá að sjá telpu, sem var vel búin til fótanna, liugs-
aði hún með sjálfri sér. Ull af hvítu lambi. Ef til vill væri
hún nú nógu góð til að leika sér við, meira að segja fyrir
Kari í Vík. Kari var sex ára og átti leiksystur, sem var átta
ára. Þær voru alltaf saman, en vildu aldrei vera með Berit.
Kari skyldi ekki fá að koma og bragða á kringlunni hennar í
hag. Kari átti lítinn bróður, sem hét Tor. Hann var aðeins
tveggja ára og Berit fannst hún vera yfir það hafin að leika
sér við hann. Það smækkaði mann. Hann myndi heldur ekki
skilja þetta með hosurnar. En nú skyldi Kari fá það, sem hún
þurfti með. Hún átti ekki svona fínar hosur.
Hvað keyptirðu? spurði ég.
Hérna er það, sagði pabbi og tók böggul undan koddan-
um sínum.
Hún lmgsaði um þetta og endurtók atburðina í huganum
UPP aftur og aftur, meðan hún hljóp gegnurn skóginn. Veg-
l[rinn myndaði rjóður í skóginn og í miðju rjóðrinu skein
s°hn svo bjart, að það sindraði af henni. Til beggja hliða
st°ðu trén, stillt og beinvaxin. Þarna flaug fugl upp af einni