Eimreiðin - 01.07.1958, Qupperneq 155
EIMREIÐIN
287
d) Ríkið sjálft stæði að henni, og það sem mestu máli skiptir:
Hún fengi um helming kaupenda sinna í skólum landsins.
Útgáfan byði einstæð kjör. a) Það yrði tryggt, að útgáfu-
bækurnar væru frumútgáfur skáldverka, sem bezt yrðu rituð
á íslenzka tungu, og þau yrði hvergi annars staðar að fá, hvorki
í bókabúðum, bókasöfnum, né í öðrum útgáfum, fyrr en að
ári liðnu frá útgáfudegi. b) Verð útgáfubókanna yrði svo lágt,
að það yrði sambærilegt við það, sem gerist með stærstu þjóð-
um. c) Til skyldukaupenda yrði verð þeirra enn lækkað, svo
að hver bók kostaði aðeins 20 krónur og flokkurinn allur einar
bundrað krónur. Það ætti að vera undantekning, ef nokkurt
heimili þyrfti að horfa í þann kostnað.
Útgáfan yrði hagsmunamál óvenju margra. a) Hið lága
bókaverð er hagsmunamál almennings, svo dýrar sem flestar
bækur eru nú orðnar. b) Hin háu ritlaun myndu gerbreyta
aðstöðu rithöfunda í landinu, senr rnargir eiga unr það eitt
að velja að stunda list sína sem tómstundaföndur einungis
eða draga franr lífið við hungurkjör að öðrunr kosti. c) Loks
bemur til álita fyrir fjárveitingavaldið, að þá milljón króna,
sem útgáfan myndi greiða í höfundarlaun á ári, mætti kalla
^undið fé fyrir ríkissjóð. Fjárveitingavaldið fær senr sé ekki
Hkizt undan því nriklu lengur að hækka stórlega hin hraklágu
rtthöfundalaun, senr verðfelling hefur bráðlega gert að engu,
eir í þeirri nýskipan, senr óhjákvæmilegt er að gera á þeim
málum, yrði þessi útgáfa mikilsverður þáttur.
Utgáfan nryndi efla bókmenntalíf í landinu. a) Hið bezta,
Senr gert er í íslenzkum samtímabókmenntum, yrði almenn-
ingseign, og þær hlytu þann sess er þeinr ber í skólum lands-
ms. b) Þær myndu vaxa að magni og gæðunr og áhugi auk-
ast fyrir þejm c) sá áhugi hlyti einnig að taka til góðra er-
Hndra bókmennta. d) Þessi framkvæmd ætti því að örva
a'nrenna útgáfustarfsenri í landinu og verða öðrunr bókafyrir-
’ ukjum styrkur, fremur en hið gagnstæða. Margar af þessum
mvalsbókum myndu koma í vandaðri útgáfum síðar á vegunr
annarra fyrirtækja og hafa öruggan kaupendahóp meðal þeirra,
seirr gera ákveðnar kröfur um gerð bóka.