Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 22

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 22
ERU STELPUR TRÚAÐRI EN STRÁKAR? ur við aðra trúarlega uppeldismótun sem það verður fyrir.4 Þeir hafa jafnframt áhrif á hvernig og í hve miklum mæli börnin mæta hinu trúarlega í umhverfi sínu. Síðan koma aðrir aðilar smám saman meira við sögu. Mikilvægi uppeldis- og félagsmót- unar fjölskyldunnar fyrir barnið minnkar þannig með aldrinum eftir því sem áhrif annarra aðila verða meiri. Mótunaráhrifin úr fjölskyldunni munu þó eftir sem áður vera sá útgangspunktur eða skírskotunarrammi sem einstaklingurinn styðst við í síðari félagsmótun. í trúarlegu tilliti mótast skírskotunarramminn fyrst og fremst af þeirri reynslu - eða skorti á reynslu - sem barnið öðlast í fjölskyldu sinni. Norðmaðurinn Sigmund Harboe gerði fyrir um það bil tíu árum viðamikla rannsókn á trúarlegri uppeldis- og félagsmótun stúdenta. Hann komst að svipuð- um niðurstöðum og Evenshaug og Hallen (Harbo 1989). Samkvæmt þeim eru for- eldrarnir mikilvægasti mótunaraðilinn en kristileg starfsemi í heimabyggð hefur einnig viss áhrif. Sterkast samband er milli trúarafstöðu stúdents og fjölskyldu hans þegar miðlun trúarinnar hefur verið heildstæð og falið í sér miðlun bæði í orðum og í daglegu atferli, s.s. trúariðkun. Slík miðlun felur í sér að barnið upplifir sam- svörun milli orða og athafna foreldranna og það verður jafnframt þátttakandi í trú- arlífi fjölskyldunnar og lítur á það sem eðlilegan þátt í daglegu lífi. Dönsk flokkun Hliðstæðar niðurstöður má sjá í rannsókn Danans Knuds Munksgaard sem gerð var undir lok áttunda áratugarins (Munksgaard 1980). Markmið hans var að varpa ljósi á trúarviðhorf og skilning 9-11 ára barna og tengja það kristinfræðikennslunni í grunnskólanum með hliðsjón af viðhorfum og áhrifum uppalenda. Rannsóknin byggðist á viðtölum þar sem komið var inn á atriði eins og trú barnanna á Guð, þátttöku þeirra í trúarlegum athöfnum, trúarlega reynslu þeirra, afstöðu til kristin- fræðikennslu, guðsmynd þeirra og þekkingu og skilning á Jesú Kristi. Niðurstöð- urnar gáfu Munksgaard tilefni til að flokka nemendurna í þrjá hópa með tilliti til trúarinnar. Fyrsti hópurinn eru þeir nemendur þar sem trúin er eðlilegur og sjálfsagður þáttur lífsins. Hið trúarlega er hluti af daglegu lífi og setur mark á fjölskyldulífið. Það er ekki einangrað við sérstakar aðstæður heldur er það grundvallandi þáttur í tilveru barnsins. Um þriðjungur barnanna tilheyrði þessum hóp. Annar hópurinn eru börn sem koma frá heimilum þar sem trúarafstaða foreldr- anna einkennist af jákvæðu hlutleysi. Foreldrarnir tilheyra þjóðkirkjunni en fjöl- 4 Hér mætti nefna ýmsa, t.d. talar sálfræðingurinn Paul Vogel um að barn sem elst upp við bænalíf hjá móður geti tileinkað sér trúna áður en það er orðið fært um að nota málið og talar í því sambandi um „die Periode der wortlösen Mutterreligion" og trúarlífssálfræðingurinn W. Gruhen talar um að hin biðjandi móðir sé tengiliður milli hins fortrúarlega og trúarlega skeiðs í lífi barnsins. Þá talar Svíinn Hjalmar Sundén um aldursskeiðið 2-4 ára sem „hin trúarlegu uppeldisár". Trúarlífssálfræðingar benda á að við vissar kringumstæður geti þegar á svo ungum aldri skapast með baminu tilfinningalegar forsendur bænalífs þótt bamið kunni ekki enn orð og atferli bænar. Til að svo geti orðið þarf trúarleg iðkun að eiga sér stað í umhverfi bamsins. Þegar foreldrar biðja kvöldbæn við rúm ársgamals bams sem ekki getur sjálft farið með bæn er það ekki án gildis fyrir trúarlegan þroska bamsins heldur þvert á móti. Með því andrúmslofti sem bænastundin skapar er lagður mikilvægur grunnur að tilfinningalegum forsendum barnsins til að lifa sjálft meðvituðu trúarlífi. Sjá m.a. Hjalmar Sundén 1970 og Evenshaug og Hallen 1983. 20 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.