Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 46
ÞÁTTUR STARFSFÓLKS LEIKSKÓLA í HLUTVERKALE I K BARNA
svæði var í sérherbergi án starfsfólks. Það var hins vegar svipuð tíðni þátttöku við
hinar aðstæðurnar.
Tafla 3 Þátttaka í leik eftir fyrirkomulagi húsnæðis
Hluti af stærra Sérherbergi Sérherbergi
herbergi með fullorðnum án fullorðinna
Fjöldi leikskóla 5 14 11
Samleikur I 47,8% 55,5% 0%
Samleikur II 22,8% 11,8% 0%
Samleikur III 29,4% 32,7% 0%
Spurningakönnun
Þátttakendur í spurningakönnunirtni sem gerð var í leikskólum á höfuðborgar-
svæðinu voru beðnir að segja skoðun sína á hlutverki starfsfólks leikskóla í leik
barna. Þeir voru beðnir að velja mikilvægasta hlutverkið, næst mikilvægasta hlut-
verkið og þriðja mikilvægasta hlutverkið hjá þeim sjálfum og öðru starfsfólki leik-
skólans. Tafla 4 sýnir að þátttakendur sögðu oftast að þeir væru viðstaddir og
fylgdust með leiknum óformlega. Þá sögðust þeir leyfa börnum að leika sér einum
og þriðja algengasta hlutverkið sem nefnt var, var að taka þátt í leiknum.
Tafla 5 sýnir að þegar þátttakendur voru beðnir að segja hvert þeir teldu að
væri hlutverk þeirra þegar börnin væru í hlutverkaleik þá svöruðu þeir að það væri
að gæta þess að enginn yrði útundan. Þegar svör mismunandi hópa voru borin
saman kom í ljós að leikskólakennarar og starfsfólk með formlega menntun minnt-
ist oftar en ófaglærðir á að hlutverk þeirra væri að þróa leikinn og leika við börnin.
Ófaglært starfsfólk svaraði frekar að hlutverk þess væri að gæta þess að enginn
meiddist.
Tafla 6 sýnir að meirihluti þátttakenda (73%) sagðist telja að starfsfólk leikskóla
ætti að hafa áhrif á hlutverkaleik barna. Einungis fjórðungur starfsfólks taldi að það
ætti ekki að hafa áhrif á hlutverkaleikinn. Leikskólakennarar og faglært starfsfólk
taldi frekar að fullorðnir ættu að hafa áhrif á leikinn.
Þegar þátttakendur voru beðnir að meta nokkrar fullyrðingar um leik á kvarða
frá 1 til 5 kom einnig í ljós að leikskólakennarar og faglært fólk taldi frekar en
ófaglært starfsfólk að fullorðnir ættu að hafa áhrif á leikinn. Ófaglært starfsfólk
taldi hins vegar frekar að börn ættu að fá að leika sér ein. Það sagði einnig oftar að
fullorðnir ættu einungis að hafa afskipti af leiknum ef hætta væri á að einhver
meiddist eða það væri mikill hávaði og læti.
Þeir þátttakendur sem sögðu að starfsfólk ætti að hafa áhrif á leikinn sögðu
44