Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 60

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 60
HEIMA E R BEST - að nýta almenna þjónustu og þjónustustofnanir til jafns við ófatlaða - að eignast vini og kunningja og rækta þá sem fyrir eru - að eiga sem eðlilegust samskipti við fjölskyldu og ættingja sem fullorð- inn maður/kona - að fá tækifæri og stuðning til þess að axla hlutverk, skyldur og ábyrgð fullorðins í samfélaginu - að njóta persónulegs öryggis, nauðsynlegrar endurhæfingar og heil- brigðisþjónustu - að njóta viðeigandi og sveigjanlegs stuðnings sem byggir ófrávíkjanlega á virðingu fyrir því hver hann eða hún er. NOKKUR UMHUGSUNAREFNI Heimili okkar á að vera staður þar sem okkur líður vel. Þar ráðum við ríkjum, tök- um á móti vinum og kunningjum, ræktum ættartengsl, njótum einkalífs, hvílumst og ræktum okkur sjálf, ástvini og garðinn okkar. Við borðum ef við erum svöng, leggjum okkur ef við þörfnumst hvíldar og sleikjum sár okkar ef lífið hefur reynst okkur erfitt þann daginn. Flest sköpum við okkur umgjörð af búnaði og litum, myndum, blómum, reglu og rútínu á heimilum okkar. Þetta er okkar umgjörð, okkar lífsstíll, okkar eigin reglur og ákvarðanir. Hvernig má stuðla að því að fatlað fólk sem þarfnast mikillar þjónustu geti búið á eigin heimili? Fjármál Tillaga mín felur í sér að fatlaða manneskjan kaupi sér sitt eigið heimili. Það má líka gera ráð fyrir að viðkomandi leigi húsnæði, en ekki verður farið frekar út í það hér. Hér á landi leggur allur þorri manna hart að sér til að eignast sitt eigið heim- ili. Fæstir íslendingar gera ráð fyrir því að leigja sér húsnæði til frambúðar, enda er leigumarkaður bæði dýr og ótryggur. Þá greiða fasteignir eigendum sínum leið í samfélaginu, svo sem í bankakerfinu. Fatlað fólk þarf að eiga þessa kost eins og aðrir að geta valið milli þess að eignast húsnæði eða leigja það. Ororkubætur eru allt of lágar hér á landi. Fatlaður fullorðinn maður eða kona þarf líklega um 80.000-100.000 kr. á mánuði til að fæða sig og klæða og til þess að njóta hóflegra lystisemda venjulegs lífs enda er ekki ódýrara að lifa sem fatlaður en sem ófatlaður. Lífeyrir fatlaðs fólks þarf því að hækka hið minnsta í um 120.000-130.000 kr. á mánuði. Nauðsynlegt er að endurskoða ákvæði um örorkubætur, og ákvæði um svigrúm til að afla sér viðbótartekna eða nýta arð af eignum. Fatlað fólk er að öðru jöfnu sá hópur sem fátækastur er af eignum og tekjum af öllum íbúum vestrænna samfélaga og er svo væntanlega einnig hér á landi, þótt engar tölur séu aðgengilegar til að sannprófa þessa staðhæfingu.3 Hér á landi er fatlað fólk háð örorkubótum og sumir 3 Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins frá því í desember 1997, voru 42% lífeyrisþega með óskerta tekjutryggingu. Þetta þýðir að aðrar tekjur voru þá um 20.000 kr. eða minna. Leiða má að því líkur að ef einstakir hópar væru athugaðir í þessu sambandi, þá væri hlutfall þeirra sem ekki ná þessu marki talsvert hærra meðal þroskaheftra og fjölfatlaös fólks, enda njóta margir lífeyrisþegar sem hafa veikst eða slasast á fullorðinsárum einnig annarra bóta. 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.