Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 67

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 67
DÓRA S. BJARNASON Leigjandi - leigjendur Benedikt leigir eitt herbergi og afnot að heimili sínu einstaklingi eða pari sem er á líkum aldri og hann sjálfur. Hér getur verið um nemendur að ræða sem þurfa hús- næði til eins árs. Vanda þarf val leigjenda. Skyldur leigjenda eru að: - nýta og umgangast heimili Benedikts af virðingu. - elda og borða með honum kvöldmat að öðru jöfnu og vera heima a.m.k. fjögur kvöld í viku og 5-7 nætur á viku. ' - mynda öryggisnet ef nauðsynlegt er að næturlagi, aðstoða hann á salerni og þess háttar. - deila með honum a.m.k. einum dagparti (t.d. um helgi, að kvöldlagi eða í fríi eftir nánara samkomulagi). Ekki er gert ráð fyrir að leigjandi/leigjendur gegni hlutverki starfsmanns, en hann eða þeir veita Benedikt nokkra hlutdeild í hversdagslífi sínu svo sem algengast er þegar jafnaldrar deila húsi og heimili en ekki sæng. Leigjandinn greiðir ekki leigu í peningum en tekur eðlilegan þátt í matarinnkaupum og greiðslu á ljósi, hita og síma í samræmi við notkun. Stuðningshópur Stuðningshóp Benedikts (circle of friends) mynda móðir Benedikts eða annar ætt- ingi, 2-3 vinir hans, læknir, fulltrúi félagskerfisins, umboðsmaður, fjárhaldsmenn og eftir atvikum vinnufélagi, kennari, klúbbfélagi eða enn annar. í hópnum eru í mesta lagi níu manns og að lágmarki sjö (sjá t.d. Forrest, Pearpoint og O'Vrien 1996). Þessi hópur gegnir hlutverki eins konar gæðaráðs. Hér liggja öll viðmið sem varða heildarmynd þjónustukeðju sem aldrei má rofna. í þessum hópi er líka að finna það fólk sem þykir vænst um Benedikt og lætur sér annt um velferð hans og heill. Benedikt situr sjálfur fundi hópsins og tekur þátt í störfum hans." Hópurinn hittist 2-4 sinnum á ári að jafnaði, en oftar ef nauðsyn ber til. Þessi hópur tekur sameiginlegar ákvarðanir í samráði við Benedikt um lífshlaup hans í öllum höfuðatriðum og ber ábyrgð á þeim ákvörðunum. Einstaklingar hópsins skuld- binda sig til að styðja við líf Benedikts og ef einn hverfur úr hópnum ber hópnum, í samráði við Benedikt og umboðsmann hans, að skipa nýjan. Fundir hópsins hefjast ævinlega á því að ræða um „hver Benedikt er og hvaða þarfir, áhugamál og styrk hann hefur" (sjá nánar Forrest, Pearpoint og O'Vrien 1996). Fj árhaldsmaður/menn Móðir Benedikts og síðar lögfræðingur hans fara með fjármál hans að höfðu sam- ráði við stuðningshóp og umboðsmann. Þetta skipulag þarf að prófa og laga að íslensku samfélagi, réttarstöðu Bene- 11 Þriggja manna hópur þarf að axla ábyrgð á lífi og eigum Benedikts þegar móðir hans verður ófær um slíkt eða hún fellur frá. Þessi hópur verður í hlutverki lögráðanda Benedikts. Það er mikilvægt að ábyrgð allra sem að þessu koma sé vel skilgreind svo að aldrei komi til þess að óljóst sé hver beri ábyrgð á lífi og eigum Benedikts. Ekkert kerfi er fullkomlega öruggt og gera þarf ráð fyrir því að þeir sem komi að lífi Benedikts geti sjálfir unnið að sínum eigin markmiðum. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.