Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 81

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 81
1NGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON Því miður gengur ferlið í mörgum tilvikum ekki svo fellt sem af ofangreindum um- mælum má ráða. Því lýsir Blíða Trostansdóttir: Sérkennsla er misjöfn eftir skólum. Ég óttast að í dag taki ekki allir skólar vel á þeim málum sem þarfað sinna. Kerfið er seinvirkt, mál eiga til að velkjast og það er óþægi- legt að hnýsast ípersónuleg mál. Vantar úrræði ogfé. Mér virðist sérfræðiaðstoð sem hefur fengist fyrir leikskólabörn ekki jylgja með þeim upp í grunnskólann. Tímafrekt aðfá greiningu á sérþörfum og oft erjafnvel byrjað upp á nýtt á nýjum stað. Blíða lýsir hér veruleika sem margir aðrir kennarar lýsa líka: Segjum sem svo að kennari fái grun um að eitthvað sé að hjá barni, þá ræðir hann það við aðra kennara og skólastjóra og síðan við foreldra sem e.t.v. reynast tregir til að samþykkja að „eitthvað sé að". Eftir að samþykki þeirra fæst, þá er leitað til sálfræðings. Greining tekur marga fundi en viðunandi lausn finnst ekki. Foreldrar verða, sem nærri má geta, óánægðir með árangursleysi og þann tíma sem málið tók. „Vandinn" stendur í stað en tími var vannýttur barnsins vegna og tími kennarans misnotaður. Nóra Teitsdóttir lýsir álaginu sem leggst á kennara: Það verður álag að vera með barn í „meðferð" eða greiningu hjá þessum aðilum. Mikil viðbótarvinna sem er ekki sérstaklega borguð. Oft er betur heima setið en af staðfarið í þessu efni, því miður. Vissulega er álitamál hvort telja má misnotkun á tíma kennara til marks um að kenn- arastarfið sé flóknara og sérhæfðara. Hitt er ljóst að meðan mál sem leita þurfti með til sérfræðinga voru færri, var álag í starfi minna, bæði vegna þess að slík mál taka sinn toll svo og úrlausn þeirra gengur stundum eins og hér er lýst. Hins vegar verður að flokka sem sérhæfingu þá staðreynd að almennir kennarar telja sig niina vita meira um en áður hvemig á að greina margvíslegar sérþarfir og sérvanda bama. Þetta telja þeir sig m.a. hafa lært af samstarfi við sérkennara, sálfræðinga og aðra sérfræðinga og þeir telja sig þurfa á þessari þekkingu að halda. Jafnframt benda þeir á að ef skilvirkari leiðir væru alls staðar fyrir hendi, myndi sérhæfing almennra kenn- ara og sérkennara sem starfa innan veggja skóla koma að meira gagni. Ósk Tómas- dóttir bendir t.d. á: Við [kennarar] sjáum nefnilega ýmsa hluti út mjög snemma. Hins vegar hefur skólinn ekki nægar úrlausnir á valdi sínu þegar um er að ræða úrlausnir sem kosta eitthvað. Þetta má draga saman þannig: Kennarar hafa samstarf við fleiri aðila en áður tíðk- aðist og um flóknari og sértækari efni. Þetta gerir kennarastarfið erfiðara og sér- hæfðara en það var. Skipulag kennslu Með skipulagi kennslu á ég við undirbúning kennslu og framkvæmd hennar í skóla- stofunni (ég ræði um aðferðir við námsmat í næsta hluta á eftir). Ég leitast hér við að draga fram hvort undirbúningur kennslu sé flóknari en um 1970 og hvort starfið í kennslustofum landsins sé flóknara, sérhæfðara eða vandasamara en þá. Ég rek hér einkum dæmi um tvenns konar breytingar: annars vegar mun á því „að kenna bók" eða að kenna eftir markmiðum og hins vegar aukningu á því að hópar eða einstaklingar séu að fást við ólíka hluti í sömu kennslustund. Fyrst rek ég nokkur 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.