Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 161

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 161
JOHN DEWEY SKÓLINN OG FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR Formálsorð þýðanda* Fyrir eitt hundrað árum (1899) kom út í Bandaríkjunum bókin The School and Society (Skóli og samfélag) eftir þarlenda heimspekinginn og menntafrömuðinn John Dewey. Það sem hér fer á eftir er fyrsti kafli þessarar bókar,* 1 en hún vakti strax geysimikla athygli, ekki aðeins í heimalandi höfundar heldur og í öðrum löndum vítt og breitt um heiminn og var fljótlega þýdd á mörg tungumál. Hér voru á ferð- inni hugmyndir um róttækar breytingar á kennsluháttum og skólastarfi, nýtt við- horf til skólans sem samfélagsstofnunar. Meginstefið í þessum kafla er að iðnvæð- ing, þéttbýlismyndun, vísindi og tækni hafi valdið svo „hraðri, víðtækri og algjörri" byltingu að skólarnir geti ekki leitt hana hjá sér. John Dewey fæddist í bænum Burlington í Vermontfylki árið 1859 og var rúmlega hálffertugur þegar hann stofnaði (1896), ásamt konu sinni Alice Chipman, tilrauna- skóla - sem oftast gekk undir nafninu Deweyskólinn - í tengslum við kennslufræði- deild háskólans í Chicago. Þess má geta að Dewey stjómaði þessari deild, sem hafði verið komið á fót að hans frumkvæði, og var jafnframt prófessor í heimspeki við háskólann. Tilraunaskólinn, sem brátt varð víða frægur, var stofnaður í þeim tilgangi að prófa nýja kennsluhætti. Því miður stóð skólinn ekki nema átta ár í þeirri mynd sem hann var rekinn af Dewey og konu hans. Vegna ágreinings við rektor háskólans um framtíðarskipan mála fluttu þau hjón frá Chicago til New York þar sem Dewey fékk prófessorsstöðu í heimspeki við Columbia-háskóla og kenndi jafnframt við hinn fræga Teachers College sem var í tengslum við háskólann. Eftir aldarfjórðung lét hann af störfum við háskólann fyrir aldurs sakir en hélt áfram ritstörfum til æviloka. Nokk- ur af bestu verkum Deweys komu út þegar hann var kominn á áttræðisaldur, t.d. Experience and Education (Reynsla og menntun), How We Think (Hugsun og menntun), aukin og endurbætt útgáfa,2 Art as Experience (List sem reynsla) og stórverkið Logic - The Theory oflnquiry (Rökfræði - kenningin um rannsakandi hugsun). Dewey var afkastamikill á ritvellinum og skrifaði á sjö áratuga rithöfundarferli - hann hafði næstum þrjá um nírætt þegar hann dó (1952) - 40 bækur og ótal grein- ar bæði í fagtímarit og önnur, um menntamál, heimspeki, félagsmál og stjórnmál. Ég þakkn Jónasi Pálssyni og Þuríði J. Kristjánsdóttur fyrir yfirlestur á þýðingu þessa bókarkafla. Þau komu með margar góðar athugasemdir og tillögur um betra málfar. Einnig á ritstjóri Uppeldis og menntunar, Heimir Pálsson, þakkir skilið fyrir ýmsar snjallar lagfæringar á textanum. 1 í útgáfu frá 1976 eru níu kaflar og vil ég vekja sérstaka athygli á þessum: The School and the Life of the Child (2. kafli), The Psychology of Occupations (7. kafli) og The Development of Attention (8. kafli). 2 Þessar bækur, þ.e. Reynsla og menntun og Hugsun og menntun hafa verið þýddar á íslensku og verða gefnar út af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands árið 2000. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 8. árg. 1999 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.