Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 31
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
VIÐAUKI1
Efnislegt inntak markmiða í dansnámi fyrir stúlkur og pilta innan íþróttanáms í
breskum skólum er í meginatriðum eftirfarandi:
1. stig: Dans í skyldunámi, aldur 5-7 ára
a. Kenna skal nemendum að öðlast vald á hreyfingum á og úr stað, samhæf-
ingu þeirra, líkamsreisn m.a. í hoppum, stökkum, snúningum og látbragði.
b. Kenna skal nemendum hreyfingar og hreyfimynstur, þar með talda gamla
dansa og danshefðir.
c. Kenna skal nemendum að bregðast við tilteknu hugarástandi sem tónlist
vekur og hvernig bregðast má við í hreyfingu/dansi með hrynrænum hreyf-
ingum.
2. stig: Dans í skyldunámi, aldur 7-11 ára
a. Kenna skal nemendum að setja saman og stjórna eigin hreyfingum með
breytingum á formi þeirra, umfangi, stefnu, hæð og samhengi.
b. Kenna skal danstegundir frá ólíkum tímabilum og stöðum, m.a. hefðbundna
breska dansa.
c. Kenna skal börnum að tjá tilfinningar, blæ/hugarástand og hugmyndir,
bregðast við sérkennum tónlistar með viðbrögðum í dansi eða í samræmi
við frásögn og fjölda annarra áreita.
3. stig: Valgrein, aldur 11-14 ára
A þessu stigi er dans valgrein sem annaðhvort er sú sama til loka grunn-
skólans (16 ára aldurs) eða tímabundin minniháttar námskeið á sérstökum
danssviðum. Námskráin er miðuð við dans sem valgrein til loka grunnskól-
ans.
a. Kenna skal nemendum að sýna dansa og að ná valdi á dönsum og sérkenn-
um dansins.
b. Kenna skal nemendum að sýna dansa, þar með talda ferningsdansa (square
dance) og raðadansa (contra dance), frá ólíkum menningartímabilum í Bret-
landi og annars staðar í Evrópu.
c. Kenna skal nemendum að lýsa, greina og túlka dansa.
4. stig: Valgrein, aldur 14-16 ára
a. Kenna skal nemendum að semja, sýna af nákvæmni og túlka samsetta og
krefjandi dansa sem fullnægja markmiðum um listræna túlkun.
b. Kennari skal kenna nemendum að semja og sýna ólíkar gerðir dansa sem
sýna skilning á formi og efni.
c. Kennari skal kenna nemendum að leggja að hluta mat á dans, m.a. samn-
ingu dansverks, sýningu þess, menningar- og sögulegt inntak þess.
29