Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 45
GUÐBJÖRG VILH JÁLMSDÓTTIR
- upplýsingaöflun um náms- og starfsmöguleika (19 spurningar)
- aðferðir í ákvarðanatöku (24 spurningar)
- mat nemendanna á náms- og starfsfræðslu vetrarins (spurt um vorið)
(11 spurningar)
Spurningar um líðan varðandi náms- og starfsval voru þýddar úr mælitækjunum
CFI (Career Factor Inventory, Chartrand og félagar, 1990) og CDI (Career Develop-
ment Inventory, Super og félagar, 1971). Aðrar spurningar eins og um fyrirætlanir í
starfi voru hannaðar sérstaklega.
Tvö mælitæki voru hönnuð. Annað mælir stíla eða aðferðir í ákvarðanatöku.
Hitt mælir starfshugmyndir. Aðferð við mælingu á ákvarðanatökustíl byggir á að-
ferð Hesketh (1981). Hún byggir aðferð sína á sex ákvarðanatökustílum Arroba
(1977). Svarendur eru beðnir um að forgangsraða sex staðhæfingum sem hver um
sig lýsir einum af ákvarðanatökustílunum sex (tilfinningalegur, hikandi, getspakur,
hugsunarlaus, undirgefinn, röklegur)4. Röðun ákvarðanatökustílanna er notuð sem
mælieining. Þá er önnur aðferð við að mæla ákvarðanatökustíl einnig tekin frá
Hesketh. Lýst er einstaklingi í aðstæðum þar sem hann þarf að velja. Alls les svar-
andi átján slíkar lýsingar og metur í hvert skipti hvort viðkomandi einstaklingur er
mjög líkur, líkur, ekki líkur eða alls ekki líkur honum. Þá hefur hann einnig þann
möguleika að geta ekki ákveðið hvort lýsingin eigi við hann. Innri samkvæmni í
hverjum stíl er sem segir í eftirfarandi töflu.
Tafla 1
Innri samkvæmni í ákvarðanatökustílum
Alpha (Innri samkvæmni)
Tilfinningalegur 0,48
Hikandi 0,67
Getspakur 0,26
Hugsunarlaus 0,59
Undirgefinn 0,56
Röklegur 0,59
Lágur áreiðanleiki á atriðunum sem mæla getspaka stílinn í lýsingum á einstakling-
um gerir alla túlkun á niðurstöðum á þeim stíl vafasama. Áreiðanleiki á öðrum stíl-
um er viðunandi, en þar sem ekki verður unnið með niðurstöður einstaklinga, held-
ur meðaltöl og hlutföll fræðsluhópanna, er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þetta
mælitæki til að kanna áhrif fræðslu á þessa þætti. Arroba segir að þrír stílar lýsi
4 Á ensku heita þessir ákvarðanatökustílar, emotional, hesitant, intuitive, no thought, compliant og logical.
43