Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 48
SKILAR NÁMS- OG STARFSFRÆÐSLA ÁRANGRI
Þegar tengsl einkunna og námsvals voru skoðuð í þeirri rannsókn sem hér greinir
frá komu í ljós greinileg tengsl og er það í samræmi við erlendar rannsóknamiðurstöð-
ur (Goldthorpe og félagar, 1980, Berthelot, 1981, Gambetta, 1987, Marshall og félagar,
1997). Af þeim sem höfðu undir 5,5 í samræmdu greinunum ætluðu 33% í styttra
starfsnám í framhaldsskóla, en 6% þeirra sem höfðu yfir 6 ætluðu sér inn á slíkar
námsbrautir. Rúmlega 95% nemendanna (46 nemendur), sem höfðu yfir 6,5 í einkunn
á samræmdu prófunum stefndu á stúdentspróf og nám á háskólastigi í framhaldi af
því. Þegar raunhæfi námsvals var metið var stuðst við rannsókn Guðmundar Amkels-
sonar (1995) um afdrif nemenda í framhaldsskóla. Þar kom fram að nemendur sem
höfðu undir 6,5 á samræmdum prófum höfðu minna en helmings líkur á að ljúka prófi
úr framhaldsskóla. Áformum nemendanna í úrtakinu var því skipt í raunhæf og
óraunhæf áform eftir einkunn. Það er skemmst frá því að segja að engan mun var að
sjá á fræðsluhópi og samanburðarhópi hvað þetta varðaði. Því er hægt að álykta að
nemendur sem fá náms- og starfsfræðslu eru ekki raunhæfari í námsvali.
Það þarf ekki að koma á óvart að nemendur sem fá fræðslu um nám og náms-
brautir hafa aflað sér mun meiri upplýsinga en hinir og hafa þeir fengið þessar upplýs-
ingar úr mörgum áttum. Þetta er sýnt í töflu 3. Það vekur athygli að hugtakamiðaði
hópurinn sker sig úr í því að hafa fengið meiri upplýsingar en hinir hópamir, í náms-
og starfsfræðslunni og þeir nemendur leituðu sér frekar aðstoðar hjá námsráðgjafa.
Það gæti annars vegar bent til þess að meiri áhersla sé lögð á námsupplýsingar og að
námsefnið sé meira ráðgjafarmiðað. Þá vakti athygli að samanburðarhópurinn talaði
áberandi minna við systkini um námsval og getur það verið vísbending um að nem-
endur í þessum hópi hafi yfirleitt síður hugann við námsvalið þennan vetur.
Tafla 3
Hvar fékkstu upplýsingar um námsbrautina?
Vettvangsmiðuð aðferð (%) Hugtaka- aðferð (%) Samanburðar- hópur (%)
Hjá kennara 39,4 33,8 19,6
Hjá vinum 39,4 29,9 37,0
Hjá foreldrum 36,4 26,0 32,6
Hjá systkinum í bæklingnum Nám að 16,7 18,2 8,7
loknum grunnskóla 54,5 63,6 43,5
Heimsókn í skóla 28,8 27,3 8,7
A námskynningu 19,7 20,8 6,5
I náms- og starfsfræðslu 25,8 36,4 0,0
Hjá námsráðgjafa 13,6 35,1 6,5
46