Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 111
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
menningar, tungu og trúar. Auk þess eru góð tök á móðurmáli besta veganestið til
að ná færni í seinna máli. Það er því brýnt að finna leiðir til þess að færa menningu
og tungu tvítyngdra barna inn í skólana. Foreldrar barnanna gegna hér lykilhlut-
verki. Góð reynsla var af margmenningarverkefninu í Barnaborg þar sem foreldrar
og starfsfólk tóku höndum saman og kynntu menningu allra barnanna í leikskólan-
um. Þar fengu foreldrar tækifæri til að kynnast leikskólanum og starfinu þar um
leið og þeir kynntu eigin menningu og tungu.
Erlendu mæðrunum fannst þær vera einangraðar á Islandi og erfitt að kynnast
Islendingum. Ef til vill vilja sumir taka undir með einum starfsmanni leikskólanna
sem sagði eitthvað á þessa leið: „Fyrst þetta fólk er á annað borð að koma hingað,
getur það bara orðið íslenskt." Þarna birtast samlögunarviðhorf sem hafa verið
ráðandi á Vesturlöndum í málefnum innflytjenda um langa hríð. Samþættingar-
sjónarmið gera hins vegar ráð fyrir að Perlu, Lárusi og Kristínu ásamt öðrum
börnum í svipuðum sporum verði gert mögulegt að varðveita sérstöðu sína jafn-
framt því að hafa sömu tækifæri og aðrir til lífsgæða og áhrifa í íslensku samfélagi.
Heimildaskrá
Biggs, A.P. og Edwards, V. (1992). „I treat them all the same" Teacher-pupil talk in
multiethnic classrooms. Language and Education, 5, (3), 161-176.
Birna Arnbjörnsdóttir (1998). Hver er tilgangur nýbúafræðslu? Ný menntamál, 16,
(1), 12-17.
Blackledge, A. (1994). „We can't tell our stories in English": Language, story and
culture in the primary school. í A. Blackledge (ritstj.), Teaching bilingual children
(bls. 43-59). Stoke-on-Trent: Trentham Books.
Bruner, J. (1985). Child's talk: Learning to use language. New York: Norton.
Cummins, J. (1996). Negotiating identities: Education for empowerment in a diverse
society. Ontario: California Association for Bilingual Education.
Dagvist barna (1998). Ársskýrsla 1998. Reykjavík: Höfundur.
Epstein, D. (1993). Changing classroom cultures: Anti-racism, politics and schools. Stoke-
on-Trent: Trentham Books.
Eriksen T. H. og Sorheim T. A. (1994). Kulturforskjeller i praksis. Perspektiver pá det
flerkulturelle Norge. Oslo: Ad Notam Gyldendal.
Flestir nýbúar hætta í námi. (1999,22. maí). Dagur, 1.
Gollnick, D. M. og Chinn, P. C. (1998). Multicultural education in a pluralistic society
(5. útgáfa). Upper Saddle River, N.J: Merill, an imprint of Prentice Hall.
Gundara, J. S. (1990). Societal diversities and the issue of „The other". Oxford Review
of Education, 16, (1), bls. 97-109.
Hagen, G. og Qureshi, N.A. (1996). Etnisitet i sosialt arbeid: Arbeid med etniske minori-
teter i barnevern og sosial sektor. Oslo: Tano Aschehoug.
109