Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 128
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
NIÐURSTÖÐUR
í kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar er reynt að svara rannsóknarspumingum
og undirþáttum þeirra. Rartnsóknargögn voru viðamikil og því eru beinar tilvitnanir í
gögn takmarkaðar. Rétt nöfn bamanna koma ekki fram né heldur er aldur þeirra
tiltekinn vegna þagnarskyldu. í rannsókninni em bömin kölluð Finnur, Dísa og Axel.
Hvernig fara boðskiptin fram milli mikið fatlaðra barna
og mæðra þeirra?
Við hvaða aðstæður voru boðmerki bamanna skýrust?
Fyrir upptökurnar voru mæður barnanna beðnar um að íhuga við hvaða aðstæður
þær ættu auðveldast með að ná fram samspili og boðskiptum við börnin. Mæð-
urnar höfðu síðan frjálst val um þau atriði sem tekin voru upp. Niðurstöður sýndu
að mæður barnanna þriggja voru sammála um að boðskiptin við börnin væru skýr-
ust við venjubundnar hversdagslegar athafnir. Nefndu þær allar matartíma, dag-
lega umönnun eins og böðun og spjall um það sem verið er að gera. Hjá tveimur
mæðranna kom fram að oft væri mjög gott að ná til barnanna með tónlist, bæði með
því að hlusta með þeim og syngja eða raula fyrir þau.
Hvaða boðmerki sýna bömin og hvemig?
Eins og fram hefur komið voru þau merki sem ungbarnið sýnir í samspili við for-
eldra sína höfð til viðmiðunar í myndbandsgreiningunni.
Andardráttur. Hægt var að greina breytingar í andardrætti hjá öllum börnunum.
Hjá einu barninu komu fram skýrar vísbendingar um að samhengi væri á milli
hraða í andardrætti og breytinga á virknistigi þess. Hjá hinum börnunum breyttist
andardrátturinn oftast í tengslum við eitthvað sem þeim fannst skemmtilegt, þau
urðu spennt eða þau voru ekki ánægð með eitthvað sem verið var að fást við. Erfitt
Finnur. Dæmi 1
Aðstæður: Við píanóið Mamma Finnur
16. Finnur, Finnur! Hver er hér? 17. Systir F. sest við hlið hans við píanóið og spilar. 18. F. horfir upp, hallar sér að mömmu. 19. Horfir niður. 20. Horfir upp. 21. Er alveg kyrr, hlustar af mikilli athygli og einbeitingu. 22. Hallar sér örlítið fram eins og til að hlusta enn betur. 23. Eins og hann andi í takt við tónlistina, höfuð hreyfist örlítið í takt. 24. Situr alveg kyrr, andar í takt, höfuð hreyfist. 25. Brosir, hallar sér að mömmu.
126