Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 130
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
svipbrigði til þess að tjá sig og sýndu hvað þeim líkaði og hvað ekki. Hjá tveimur
þeirra komu skýr ungbarnaviðbrögð fram í andlitum þeirra s.s tunguhreyfingar,
grettur, geispi og þau kipruðu augun. Þessi viðbrögð hvöttu mæður barnanna stöð-
ugt til að svara þeim og gerðu þær það með því að herma eftir látbragði barnanna
eða svara þeim á annan hátt.
Dísa lætur mjög skýrt í ljós með svipbrigðum hvað henni líkar og hvað ekki.
Hún notar tunguna mjög mikið og eins eru sterkar munnhreyfingar þar sem hún
opnar og lokar munninum.
Dísa. Dæmi 2
Aðstæður: í sófa í stofu Mamma Dísa
1. Dísa situr í fangi með höfuð á öxl mömmu.
2. Færir höfuð sitt þannig að
Dísa sér framan í hana.
3. Mamma kemur við hönd Dísu. 4. Tunga út, hægt inn aftur. 5. Dísa opnar munn, tungan út. Færir höfuð
til hliðar.
6. Mamma fylgir hreyfingunni
eftir með því að hreyfa höfuðið
í sömu átt. 8. Mamma hreyfir höfuðið örlítið og setur líka stút á munn. 7. Setur stút á munninn. Færir höfuðið örlítið til.
9. Dísa lætur höfuð detta niður á bringu.
10. Mamma færir andlit sitt að
andliti Dísu. 11. Viprar munninn, varirnar.
12. Mamma viprar munninn. 13. Dísa horfir beint framan í mömmu. Tungan út,
hendur hreyfast, snertir hönd mömmu.
Eins og sjá má á þessu dæmi notar Dísa tunguna, munnhreyfingar (kiprar munn,
opnar og lokar, setur stút á varir) og hún geispar. Líkist þetta boðmerkjum ung-
barns. Atferli mömmu hennar þegar hún svarar henni er jafnframt dæmigert fyrir
atferli mæðra ungbarna í samspili við börnin sín.
Hljóðaframleiðsla. Öll börnin notuðu einhver hljóð. Þau gráta öll og nota opin
sérhljóð eins og „aaa" í samspili. Eitt barnanna er byrjað að tengja saman opnustu
sérhljóðin og lokuðustu samhljóðin og notar „amm" hljóð sem móðir barnsins túlk-
ar sem mamma. Skýrt kom fram á myndbandsupptökunum að öll börnin kölluðu
eftir mæðrum sínum með því að nota hljóð.
Augnsamband og augnaráð. Á myndbandsupptökunum kom skýrt fram að öll börn-
in náðu augnsambandi við mæður sínar. Jafnframt komu fram vísbendingar um að
þau hefðu öll skilning á að þau gætu fengið svar hjá mæðrum sínum með því að
128