Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 166
UMHVERFISMENNT Í ÍSLENSKUM SKÓLUM
Það er því fyrir margra hluta sakir eftirsóknarvert að umhverfismennt hafi
gildan sess í skólastarfi, fái aukna útbreiðslu og fái að þroskast og eflast innan frá á
eigin forsendum.
íslenskt samfélag á ýmsa möguleika til að stuðla að eflingu umhverfismenntar
á næstu árum og í því sambandi eru hér settar fram eftirfarandi ábendingar sem
telja má vænlegt að leggja áherslu á við núverandi aðstæður:
1. Vinna faglega að því að innleiða og þróa umhverfismennt á forsendum
skólanna sjálfra og starfsmanna þeirra.
2. Auka samstarf innan sveitarfélaga við að innleiða og þróa umhverfis-
mennt bæði í skólum og fyrir almenning sem atriði í Staðardagskrá 21 í
viðkomandi sveitarfélagi.
3. Gefa út leiðbeiningarrit fyrir kennara, m.a. til að skerpa sýn á markmið
og aðferðir umhverfismenntar og auðvelda þeim að vinna að umhverf-
ismennt.
4. Standa skipulega að mati á reynslu af umhverfismennt og kynningu á
niðurstöðum.
5. Efna til tilrauna og útbreiðsluverkefnis í umhverfismennt í íslenskum
skólum þar sem veitt yrði leiðsögn, haldnir fræðslufundir og skipulega
staðið að mati á niðurstöðum og þær kynntar.
6. Ráðuneyti umhverfis- og menntamála hafi í sameiningu frumkvæði að
þróunarstarfi í umhverfismennt með skipulegum hætti.
7. Umhverfisfræðsluráð fái aukið svigrúm til að stuðla að útbreiðslu og
auknum gæðum umhverfismenntar.
Heimildir
Aðalnámskrá framhaldsskóla. Náttúrufræði. 1999. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá grunnskóla. Náttúrufræði. 1999. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá grunnskóla. Samfélagsfræði. 1977. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá leikskóla. 1999. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið.
Breiting, S., et al.1999. Handlekompetence, interessekonflikter og miljoundervisning. Odense.
Odense Universitetsforlag.
Environmental Education in Iceland 1977. Environmental Education in the Nordic
Countries bls. 35-41. Published in connection with the lntergovernmental Conference on
Environmental Education, Tbilisi, 1977 organised by UNESCO in corporation with
UNEP. Copenhagen. Nordic Council of Ministers. Secretariat for Nordic Cultural
Cooperation.
Hrólfur Kjartansson. 1997. MUVIN Island. Miljoundervisning i Norden. Rapport fra
MUVINS anden fase. 2. udgave. Red. Kristian Hedegaard. Kobenhavn. MUVIN-
Norden projektet. Nordisk Ministerrád.
Námskrá fyrir almennt kennaranám. 1991. Reykjavík. Kennaraháskóli íslands.
164