Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 175

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 175
KRISTÍN HALLA JÓNSDÓTTIR TÖLURNAR SEM HANN UNNI Paul Erdös áleit stærðfræði vera stórkostlega blöndu vísindagreinar og listar. Hún var að hans mati vísindi fullvissunnar, enda niðurstöður hennar svo rökfastar að höggi yrði ekki á þær komið. Og um listræna fegurð stærðfræðinnar efaðist hann ekki. í augum Erdös var hún eins og gimsteinn segir Hoffman (42). Og Erdös leit á stærðfræði og glímu manna við hana í aldanna rás sem leitina að varanlegri fegurð og fullkomnum sannleika (28). Margir stærðfræðingar hafa deilt þessari skoðun með Erdös og litið á stærð- fræði sem einskonar tærasta form reglu og fegurðar. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að Erdös sé í þessum hópi því starfsvettvangur hans var á sviði talna- fræðinnar, sem hefur oft verið nefnd Drottning stærðfræðinnar einmitt vegna þeirrar reglu og fegurðar sem hún býr yfir. En Erdös gerði sér grein fyrir því að það kynni að vera erfitt að útskýra fegurð stærðfræðinnar fyrir þeim sem skynjaði fegurðina ekki og hann lýsti þessu þannig fyrir Paul Hoffman: „Það væri eins og að reyna að útskýra af hverju 9. sinfónía Beethovens er fögur. Ef einhver skynjar alls ekki fegurðina þá tjóir lítt að segja honum frá henni". Og hann bætti við og lagði þunga í orð sín: „Ég veit að tölur eru fagrar. Ef þær eru það ekki þá er fegurðin ekki til (44)." Erdös er sagður hafa hafið stærðfræðiiðkun sína þriggja ára að aldri þegar hann fékkst við að margfalda saman tvær þriggja stafa tölur í huganum. Hann minntist þess síðar sjálfur að hafa uppgötvað tilvist neikvæðra talna fjögurra ára gamall og raunar skömmu síðar óumflýjanleika dauðans, sér til mikillar skelfingar (11). Horn- steinar talnafræðinnar, frumtölurnar, voru honum alla tíð afar kærar og hann skildi þær betur en nokkur annar maður. Hann minntist þess að hafa orðið hugfanginn af sönnun Evklíðs á því að þær væru óendanlega margar, þegar faðir hans útskýrði sönnunina fyrir honum tíu ára gömlum. Og átta árum síðar, einungis átján ára gamall, sannaði hann með aðferðum sígildrar talnafræði að sé n náttúrleg tala stærri en 1 þá hljóti að vera til frumtala á milli n og 2n.5 Þessari gömlu stærðfræði- spurningu hafði að vísu verið svarað með allflókinni sönnun um áttatíu árum fyrr af virtum rússneskum stærðfræðingi, Chebyshev, en Hoffman bregður skýru ljósi á muninn á sönnunum stærðfræðinganna tveggja þegar hann segir að Chebyshev hafi notað vélskóflu til að gróðursetja rósarunna en Erdös notast við skeið. Sönnun Erdös var stærðfræðilegt afrek og segja má að þaðan í frá hafi hinn vestræni stærð- fræðiheimur haft augun opin og fylgst grannt með Paul Erdös. Eins og að framan er getið hefur verið vitað í meira en 23 aldir að frumtölurnar séu óendanlega margar og gífurleg orka mannsandans farið í að finna þær, eina af annarri. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram í tímans rás um að tölur tiltekinnar gerðar séu frumtölur. Ein fræg tilgáta er kennd við franska munkinn Mersenne sem fann sér tíma aflögu frá trúariðkun sinni til að fást við stærðfræði. Tilgáta hans var að tölur á forminu 2P-1 þar sem p er frumtala væru í flestum tilfellum sjálfar frum- tölur. Og tilgátu sína studdi hann þeim rökum að sýna að sé p = 2, 3, 5, eða 7 fáist frumtala og enda þótt slíkt gildi ekki þegar p = 11 þá fáist frumtala þegar p = 13,17, 5 Sjá spurningu í Inngangi. 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.