Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 178

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 178
HEILLANDI GLÍMA Til dæmis tók það Pósa ekki nema nokkrar mínútur, 12 ára gamlan, að finna rök- stuðning fyrir því að meðal náttúrlegra talna sem eru n + 1 talsins, og engin þeirra stærri en 2n, hljóti að mega finna tvær tölur sem eru ósamþátta (þ.e. eina talan sem gengur upp í þær báðar er 1). Paul Hoffman segir frá kynnum Erdös og hins fræga breska stærðfræðings G.H. Hardy sem eins og áður segir var frumkvöðull á sviði nútíma talnafræði (78). Stærðfræðilegur heimavöllur Erdös var aftur á móti sígilda talnafræðin þar sem beitt er aðferðum sem kallast „einfaldar" til aðgreiningar frá aðferðum nútíma talnafræði. Hardy er ekki sagður hafa haft nokkra trú á að unnt yrði að sanna frum- tölusetninguna sem fyrr er nefnd á „einfaldan" hátt og hann lifði það ekki að geta samglaðst Erdös yfir sigrinum því hann lést nokkrum mánuðum áður en Erdös og Selberg unnu afrek sitt. Hardy skrifaði hina frægu bók Málsvörn stærðfræðings, og það var hann sem uppgötvaði hinn sjálfmenntaða indverska stærðfræðing Raman- ujan. Er sú saga öll hin áhrifamesta og kemur fram í bók Hardys.6 Hoffman gerir þessu skil í stuttu máli en þau eru nægilega glögg til að veita almennum lesanda innsýn í stærðfræði þessara manna sem og mannlega þáttinn sem átti ekkert skylt við stærðfræði en var einkar hjartnæmur, jafnvel átakanlegur. Erdös var um tíma samtíða Einstein og Gödel við Stofnun æðri rannsókna hjá Princeton-háskóla og um það leyti þróuðust kynni hans og mengjafræðingsins Stanislaw Ulam sem síðar stundaði stærðfræðilegar rannsóknir á kjarnavopnum, við hlið bandarískra eðlisfræðinga. Samvinna Ulams og Erdös varaði í hálfa öld, allt til þess að Ulam féll frá árið 1984 (105). Er skemmst frá því að segja að umfjöllun Hoffmans um þessa andans jöfra eykur bók hans vægi og er enn eitt dæmið um það hve létt honum lætur að matreiða fyrir almennan lesanda sýnidæmi sem varpa ljósi á flókin fræðasvið. Sá stærðfræðingur annar en Erdös sem fær langstærsta umfjöllun í bókinni Maðurinn sem unni tölum einum er Ronald Graham. Og er það sannarlega verðskuld- að. Graham var Erdös sem besti sonur á síðari hluta ævi hans og hélt yfir honum veraldlegum hlífiskildi auk þess að deila með honum ofurást á stærðfræðinni. Doktorsritgerð Grahams fjallaði um einingarbrot Egifta (sjá umfjöllun um þau í Inngangi) en síðar átti fyrir honum að liggja að starfa á sviði talningarfræði. Hann hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegur stærðfræðingur því hann er liðtækur fimleika- maður og vann meira að segja fyrir sér í fjölleikahúsi á námsárum sínum. Paul Hoffman gerir Ronald Graham ljóslifandi skil í bók sinni og lesandinn sér hinn virta stærðfræðing fyrir sér sýna listir sínar í boltaleik og stökkva heljarstökk á fjaðradýnu undir flóðljósum fjölleikahúss, en einnig þreyta kapphlaup við Paul Erdös upp stigagang í margra hæða háskólabyggingu og mæla árangurinn með skeiðklukku. 6 Málsvörti stærðfræðings G.H. Hardy. Útg. Hið íslenzka bókmenntafélag (Lærdómsrit Bókmenntafélagsins) 1972. Reynir Axelsson (þýð.). 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.