Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 35

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 35
SIGRÚN AÐALB J ARN ARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL neikvæða hegðun í samskiptum hærri einkunnir (M=8,39) en sá helmingur sem sýndi oftar neikvæða hegðun (M=7,42) án tillits til hversu þroskuð rökhæfni þeirra og samskiptahæfni var. Samvirkni kom ekki fram á milli ofangreindra breytna í að spá fyrir um meðaleinkunn. Hvorki kvíði né félagsleg einangrun náðu marktækri forspá, enda sýndu þessar breytur aðeins tilhneigingu til fylgni við meðaleinkunn stúlkna. Eins og í tilfelli stúlkna spáðu samskiptahæfni og rökhæfni saman fyrir um meðaleinkunn drengja og skýrðu þær saman um 49% af dreifingu einkunna (sjá 3. töflu, b-lið). Báðar breyturnar náðu að spá fyrir um meðaleinkunn óháð hinni. Sá helmingur drengja sem sýndi þroskaðri hugsun um samskipti hlaut hærri ein- kunnir (M=8,31) en sá helmingur sem sýndi minni samskiptahæfni (M=6,84) án til- lits til rökhæfni þeirra. Einnig hlaut sá helmingur drengja sem sýndi meiri rökhæfni hærri einkunnir (M=8,14) en aðrir drengir (M=7,01) óháð því hversu þroskuð sam- skiptahæfni þeirra var. Samskiptahæfni og rökhæfni reyndust ekki hafa samvirk áhrif á einkunnir. Þegar breytan sjálfsmynd af námsgetu var sett í aðhvarfsjöfnuna skýrðu sam- skiptahæfni og sjálfsmynd saman um 66% af dreifingu einkunna drengja, (F(2,21)= 20,28, p<0,0001). Um leið tók sjálfsmynd út áhrif rökhæfni. Ástæðan er sú að fylgni var á milli sjálfsmyndar og rökhæfni (r=0,58, p=0,001) hjá drengjum og náði sjálfs- mynd sterkari forspá um einkunnir en rökhæfni (hærri fylgni við einkunnir drengja, sbr. 2. töflu). Hér var þó áhersla lögð á niðurstöður sem fram komu í fyrra líkaninu því að mæling á rökhæfni var talin sterkari en mælingin á sjálfsmynd af námsgetu. Rökhæfni byggði á viðurkenndu vitsmunaprófi en sjálfsmynd af náms- getu á einni spurningu. Kannað var hvort málfarsleg hæfni gæti legið að baki mælingum á samskipta- hæfni (sbr. viðtöl) og námsárangri sem hugsanlega skýrði tengslin á milli þessara breytna. Námsárangur á móðurmálsprófi (meðferð máls og málreglur) var notaður sem fulltrúi mælingar á málfarslegri hæfni. Einkunn barnanna í móðurmáli var sett inn í aðhvarfsjöfnuna ásamt rökhæfni þeirra og samskiptahæfni til að athuga hvort forspá samskiptahæfni um meðaleinkunn héldist þegar áhrif málfarslegrar hæfni væru fest. Niðurstöður voru þær að hver breytnanna þriggja spáði marktækt fyrir um meðaleinkunnir óháð hinum (móðurmál: t=8,32, p<0,0001; samskiptahæfni, t=2,31, p=0,0256; rökhæfni, t=2,49, p=0,0167). Samanlögð skýring þeirra var 79% af dreifingu meðaleinkunna (F(3, 44)=55,96, p<0,0001). Samskiptahæfni spáði því fyrir um meðaleinkunn óháð einkunn í móðurmáli. Þessi niðurstaða bendir því til þess að málfarsleg hæfni eins og hún mælist með árangri í móðurmáli hafi ekki áhrif á forspá samskiptahæfni um námsárangur. í stuttu máli voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar þær að samskiptahæfni og rökhæfni spáðu óháð hvor annarri fyrir um námsárangur bæði stúlkna og drengja. Helsti kynjamunur á tengslum frumbreytnanna við einkunnir var sá, að sjálfsmynd af námsgetu tengdist námsárangri drengja en ekki stúlkna og neikvæð hegðun tengdist námsárangri stúlkna en ekki drengja. Þegar áhrif annarra breytna voru fest hurfu tengsl kvíða og félagslegrar einangrunar við námsárangur stúlkna. 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.