Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 51

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 51
FRIÐRIK H. JÓNSSON, ANNA H U L D ÓSKARSDÓTTIR, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR gera sér grein fyrir starfi hans eins og kemur fram í svarinu „hann rekur fólk". Mest virðing fyrir starfsgreinum er í yngstu aldurshópunum og komu 19 slík svör frá börnum í fyrsta bekk, 15 frá börnum í öðrum bekk, 14 frá börnum í þriðja bekk, en aðeins fimm frá börnum í fimmta bekk. HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA AF NIÐURSTÖÐUM? Skilningur íslenskra barna á þjóðfélagsskipan er svipaður og erlendra jafnaldra þeirra. Um tíu ára aldur eru börn byrjuð að nota sömu hugtök og viðmið og full- orðnir til að skýra þjóðfélagsskipan. Segja má að tíu ára börn séu að byrja að nota svipaða framsetningu og fullorðið fólk. Þau eru að gera skilning fullorðinna á þjóð- félagsskipan að sínum. Breyttur skilningur á þjóðfélagsskipan felst þá í því að læra um verðgildi og hlutverk peninga, að skilja að eignir og þjóðfélagsstaða ræðst ekki eingöngu af því hvað fólk vill, heldur er í beinum tengslum við tekjur og tækifæri. Einnig gera börn- in sér grein fyrir launamun í þjóðfélaginu og að hann sé nokkuð kerfisbundinn á milli starfsgreina. Þau eru líka að öðlast skilning á hugtökum sem notuð eru til að lýsa efnahag, eins og t.d. ríkur og fátækur. Tíu ára börn vita að ríkur maður þekkist af því að bíll (eða bílar) hans og hús eru af fínustu gerð, en ekki af úttroðnum vösum af peningum eða að hann eigi fullt hús af peningum eins og Jóakim frændi. Spyrja má hvort slíkar breytingar á skilningi snúist eingöngu um að búa yfir viðeigandi þekkingu. Fram kom í niðurstöðum að sterk tengsl eru á milli almennrar þekkingar, stéttaskilnings og þekkingar á atvinnumálum. En er þekking allt sem þarf? Er hægt kenna sex ára börnum að skilja þjóðfélagsskipan? Ef þessum spurn- ingum er svarað játandi er því jafnframt hafnað að hugarþroski eins og honum er lýst af J. Piaget útskýri skilning barna á þjóðfélagsskipan. Mjög erfitt er að komast að einhlítri niðurstöðu um hlut kenningar Piagets og kemur þar margt til. I fyrsta lagi er það viðfangsefnið. Sumt í skilningi á peniiTgum fellur ágætlega að stigi hlut- bundinna aðgerða. Þannig felst gagnhverfing (reversnbility) í skilningi á notkun peninga í verslun. Barn sem skilur tengsl á milli peningaupphæðar, vöruverðs og hve mikið er gefið til baka, skilur líka að ef a+b=c þá er c-b=a (Berti og Bombi 1988), en annað í skilningi á peningum fellur ekki að þessari reglu. Má þar nefna atriði eins og hvernig peningar tengjast atvinnu fólks, að fólk þurfi að afla peninga, að starfs- greinar séu misgjöfular og að hlutir hafi mismunandi verðgildi. Oll þessi atriði tengjast reynslu. Nefna má þau mótrök að skilningur á peningum eins og kemur fram í versluLTardæmiiru sé forsenda skiliTÍngs á að hlutir hafi mismunandi verðgildi. Ekki eru það þó sterk rök því fram kemur í svörum barna að þau skilja að hlutir hafa mismunandi verðgildi þótt þau skilji ekki nákvæmlega hvað gerist við búðarborðið. Einnig skapar það vandkvæði við beitingu keniTÍngar Piagets að viðfangsefnið, sem fjallað er um, er ekki hlutbundið. Börnin geta ekki farið höndum um þjóð- félagsskipan meðan þau gera grein fyrir henni. Þetta skiptir máli því að samkvæmt kenningu Piagets er hugsun barna hlutbundinn á þessum aldri. Hæfiri þeirra til 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.