Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 55

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 55
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR HÆTT í SKÓLA Nám og aðstæður nemenda sem hætta í skóla eftir tvö ár í framhaldsnámi eða fyrr Athugunin setn hér verður greint frá er hyggð á gögnum sem aflað var af Félagsvísinda- stofnun Háskóla Islands um árganginn sem fæddur er 1969. Iathuguninni beindist athygl- in að peim nemendum sem hætta í framhaldsskóla eftir tvö ár eða fyrr. Skoðuð voru tengsl meðaleinkunna peirra á samræmdum prófum við námsferil, menntun föður og búsetu. Einnig var kannað hvernig viðhorf peirra til skóla tengdust pessutn söniu páttum. Niður- stöður sýndu að peir sem ekki hófu nám íframhaldsskóla höfðu lægri einkunnir en peir sem hófu nám en hættu eftir tvö ár eða fyrr. Ncmcndur utan aflandi höfðu að meðaltali hærri einkunniren nemendur af höfuðborgarsvæðinu og börnfeðra með mesta menntun voru með hærri einkunnir að meðaltali en börn feðra með minni menntun. Samverkandi tengsl náms- ferils og menntunar föður við einkunnir voru naumast marktæk. Þegar nemendur voru flokkaðir eftir námsferli kom fratn munur á viðhorfum peirra til skóla. Niðurstöður benda eitmig til að námsferill og menntun föður haldist íhendur við viðhorf til skóla’ Miðað við niðurstöður rannsóknar á námsferli þeirra sem fæddir eru árið 1969 lýkur aðeins tæplega helmingur árgangs hér á landi formlegu prófi frá framhalds- skóla fyrir 22 ára aldur. Þar af lýkur yfirgnæfandi meirihluti stúdentsprófi en aðeins örlítill hluti nemenda lýkur sveinsprófi, öðru starfsmenntanámi eða stuttu námi af bóknámsbrautum. Flestir þeirra sem ekki ljúka framhaldsskóla hætta námi strax á fyrstu önnum framhaldsnáms (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Hér er um mikið brottfall að ræða sem vert er að velta fyrir sér. Ekki er til óumdeild skilgreining á því hvað telst brottfall úr skóla. Stundum er miðað við þann hluta árgangs, á ákveðnum aldri, sem ekki er í skóla eða hefur ekki lokið framhaldsskóla. Oft er þá óljóst hvort allir sem fæddir eru viðkomandi ár telj- ast til hópsins, svo sem þeir sem eru á sérstofnunum og ganga ekki í almenna skóla, og ef þeir eru taldir með hvort þeir teljast þá til brottfallshóps eða ekki. I öðrum tilfellum er miðað við nemendur í framhaldsskóla og er þá tekið mið af hlutfalli nemenda á fyrsta ári í framhaldsnámi og brautskráningu ákveðnum fjölda ára síðar. Þessi skilgreining nær ekki til þeirra sem luku ekki námi í grunnskóla eða ljúka námi síðar, t.d. frá öldungadeild. Einnig má geta þess að þeir sem skipta um skóla geta verið tvítaldir (Rumberger 1987; Bloch 1991). Miðað við íslenskar aðstæð- ur er eðlilegt að telja þá nemendur brottfallsnemendur sem ljúka ekki námi í grunn- skóla eða innritast í framhaldsskóla en hætta þar án þess að brautskrást. Höfundur þakkar ókunnum umsagnaraðilum gagnlegar ábendingar. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.