Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 55
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR
HÆTT í SKÓLA
Nám og aðstæður nemenda sem hætta
í skóla eftir tvö ár í framhaldsnámi eða fyrr
Athugunin setn hér verður greint frá er hyggð á gögnum sem aflað var af Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Islands um árganginn sem fæddur er 1969. Iathuguninni beindist athygl-
in að peim nemendum sem hætta í framhaldsskóla eftir tvö ár eða fyrr. Skoðuð voru tengsl
meðaleinkunna peirra á samræmdum prófum við námsferil, menntun föður og búsetu.
Einnig var kannað hvernig viðhorf peirra til skóla tengdust pessutn söniu páttum. Niður-
stöður sýndu að peir sem ekki hófu nám íframhaldsskóla höfðu lægri einkunnir en peir sem
hófu nám en hættu eftir tvö ár eða fyrr. Ncmcndur utan aflandi höfðu að meðaltali hærri
einkunniren nemendur af höfuðborgarsvæðinu og börnfeðra með mesta menntun voru með
hærri einkunnir að meðaltali en börn feðra með minni menntun. Samverkandi tengsl náms-
ferils og menntunar föður við einkunnir voru naumast marktæk. Þegar nemendur voru
flokkaðir eftir námsferli kom fratn munur á viðhorfum peirra til skóla. Niðurstöður benda
eitmig til að námsferill og menntun föður haldist íhendur við viðhorf til skóla’
Miðað við niðurstöður rannsóknar á námsferli þeirra sem fæddir eru árið 1969
lýkur aðeins tæplega helmingur árgangs hér á landi formlegu prófi frá framhalds-
skóla fyrir 22 ára aldur. Þar af lýkur yfirgnæfandi meirihluti stúdentsprófi en aðeins
örlítill hluti nemenda lýkur sveinsprófi, öðru starfsmenntanámi eða stuttu námi af
bóknámsbrautum. Flestir þeirra sem ekki ljúka framhaldsskóla hætta námi strax á
fyrstu önnum framhaldsnáms (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
1992). Hér er um mikið brottfall að ræða sem vert er að velta fyrir sér.
Ekki er til óumdeild skilgreining á því hvað telst brottfall úr skóla. Stundum er
miðað við þann hluta árgangs, á ákveðnum aldri, sem ekki er í skóla eða hefur ekki
lokið framhaldsskóla. Oft er þá óljóst hvort allir sem fæddir eru viðkomandi ár telj-
ast til hópsins, svo sem þeir sem eru á sérstofnunum og ganga ekki í almenna skóla,
og ef þeir eru taldir með hvort þeir teljast þá til brottfallshóps eða ekki. I öðrum
tilfellum er miðað við nemendur í framhaldsskóla og er þá tekið mið af hlutfalli
nemenda á fyrsta ári í framhaldsnámi og brautskráningu ákveðnum fjölda ára
síðar. Þessi skilgreining nær ekki til þeirra sem luku ekki námi í grunnskóla eða
ljúka námi síðar, t.d. frá öldungadeild. Einnig má geta þess að þeir sem skipta um
skóla geta verið tvítaldir (Rumberger 1987; Bloch 1991). Miðað við íslenskar aðstæð-
ur er eðlilegt að telja þá nemendur brottfallsnemendur sem ljúka ekki námi í grunn-
skóla eða innritast í framhaldsskóla en hætta þar án þess að brautskrást.
Höfundur þakkar ókunnum umsagnaraðilum gagnlegar ábendingar.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 2. árg. 1993
53