Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 57

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 57
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR námi á öðrum starfsmenntabrautum (Menntamálaráðuneytið 1991). í rannsókn Fél- agsvísindastofnunar Háskóla Islands á námsferli nemenda sem fæddir eru 1969 kom í ljós að árið 1991, þegar þessi árgangur var 22 ára (sex árum eftir að mestur hluti hans lauk grunnskóla), hafði tæplega helmingur árgangsins eða 45,2% lokið einhverju námi í framhaldsskóla. Fram kom að 34,6% árgangsins höfðu lokið stúdentsprófi, 5,1% sveinsprófi, 3,1% styttri brautum og 2,4% annarri starfsmennt- un. Rúmlega helmingur árgangsins, eða 54,8%, hafði aftur á móti ekki lokið neinu námi í framhaldsskóla (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Með þessari rannsókn lágu í fyrsta sinn fyrir ítarlegar upplýsingar um námsferil nemenda á framhaldsskólastigi. Markmið og tilgátur Markmið þeirrar könnunar sem hér greinir frá var að skoða nánar ákveðna þætti sem varða nám og bakgrunn þeirra nemenda úr framangreindri rannsókn Félags- vísindastofnunar sem aldrei voru skráðir í framhaldsskóla eða voru skráðir í fram- haldsnám í tvö ár eða skemur á árunum 1984-1989. Þetta voru rúmlega 1600 nem- endur eða 39% árgangsins.1 Astæður þess að athugunin takmarkaðist við þennan hóp eru einkum tvær. Sú fyrri er að áhugavert þótti að skoða hann sérstaklega þar sem hér er um stóran hluta af árgangnum að ræða sem hafði að baki talsvert styttri skólagöngu en þeir sem ljúka t.d. stúdentsprófi eða sveinsprófi. Þessir nemendur hafa hætt námi eftir fjórar annir í framhaldsskóla eða fyrr. Gera má ráð fyrir að þegar komið er upp fyrir fyrstu áfanga í grunngreinum fari róðurinn að þyngjast og kröfur að breytast. Síðari ástæðan er sú að á vegum Félagsvísindastofnunar var lögð sérstök könnun fyrir úrtak nemenda úr þessum hópi. Hér er um ítarlegt safn upp- lýsinga að ræða sem æskilegt er að vinna enn frekar úr. Þótt sambærileg könnun hafi ekki verið lögð fyrir brautskráða nemendur gefa þessi gögn engu að síður kost á ýmiss konar samanburði. Þessi athugun er liður í þeirri viðleitni að skilja það vandamál sem nefna má brottfall úr skóla svo unnt sé að gera áætlanir um viðbrögð við því. I fyrsta lagi var ákveðið að skoða mun á meðaleinkunnum á samræmdum próf- um með hliðsjón af námsferli eftir grunnskóla, búsetu og menntun föður. Akveðið var til hagræðingar að byggja aðeins á menntun annars foreldrisins og var menntun feðra valin þar sem meiri breidd var í skólagöngu þeirra. Þess má geta að menntun móður reyndist hafa sambærileg tengsl við einkunnir barna og menntun föður. Skólaganga mæðra var að vísu heldur styttri en skólaganga feðra (Jón Torfi Jónas- son og Guðbjörg A. Jónsdóttir 1992). Unnt hefði verið að miða við menntun þess foreldris sem var með lengri skólagöngu að baki. I öðru lagi var ákveðið að skoða tengsl viðhorfa til náms við námsferil, menntun föður og búsetu. Loks var ákveðið að athuga hvort um væri að ræða samverkandi tengsl námsferils, menntunar föður og búsetu við einkunnir annars vegar og viðhorf til skóla hins vegar. 1 Þess má geta að um 16% árgangsins höfðu verið skráð í meira en tvö ár í framhaldsskóla en ekki verið braut- skráð. 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.