Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 58

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 58
HÆTT í SKÓLA Við athugun á mun á meðaltölum einkunna á samræmdum prófum var búist við tölfræðilega marktækum mun á meðaleinkunnum milli fjögurra mismunandi námsferlishópa (sjá Töflu 1) innan könnunarhópsins. Einnig var búist við mun á einkunnum með hliðsjón af menntun foreldra og búsetu. Fjölbrautaskólunum var ætlað að jafna aðstöðu nemenda til náms bæði hvað varðar búsetu og stéttarstöðu. Skólar voru stofnaðir í öllum landshlutum og dregið var úr aðgreiningu á milli mis- munandi námsbrauta til að stuðla að félagslegum jöfnuði. Ekki liggur fyrir hvort þessum markmiðum hefur verið náð. Ef ekki hefur tekist að jafna aðstæður til náms mætti búast við mun á einkunnum nemenda á samræmdum prófum með hliðsjón af menntun foreldra og búsetu. Því var áætlað að nemendur í könnunarhópnum (að mestu nemendur sem ekki hafa lokið framhaldsskóla) sem ættu feður með meiri menntun hefðu lægri einkunnir á samræmdum prófum en börn feðra með minni menntun (þ.e. börn foreldra með meiri menntun hefðu t.d. fremur lokið einhverju framhaldsnámi þrátt fyrir lága einkunn á samræmdum prófum við lok grunnskóla og væru því ekki í hópi brottfallsnemenda). Einnig var búist við að nemendur bú- settir úti á landi hefðu tilhneigingu til að hætta í skóla með hærri einkunnir á sam- ræmdum prófum en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Við athugun á mismunandi viðhorfum til skóla var búist við að nemendur í könnunarhópnum með lengra nám að baki hefðu jákvæðara viðhorf til skóla en nemendur með styttra nám að baki; að börn meira menntaðra feðra hefðu jákvæðara viðhorf til skóla en börn minna menntaðra feðra og að nemendur af höfuðborgarsvæðinu væru jákvæðari gagnvart skólanum en nemendur búsettir annars staðar á landinu. AÐFERÐ Úrtak Vorið 1991 fól menntamálaráðuneytið Félagsvísindastofnun Háskóla íslands að kanna námsferil nemenda í framhaldsskólum í þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir ýmis atriði eins og t.d. brautskráningu af einstökum námsbrautum, flutning nemenda á milli skóla, námsgengi og brottfall og bakgrunn þeirra sem detta út, svo eitthvað sé nefnt. Akveðið var að fylgja einum árgangi eftir að loknum grunnskóla til þess að fá heildarmynd og varð árgangurinn sem fæddur er 1969, rúmlega 4100 manns, fyrir valinu. Heildarniðurstöður þessarar rannsóknar voru birtar árið 1992 (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992). Félagsvísindastofnun aflaði upplýsinga frá nemendaskrá Hagstofu Islands um skráningu árgangsins í skóla (nemendur í 50% námi eða meira) á tímabilinu 1984- 1991. Einnig var aflað upplýsinga frá menntamálaráðuneytinu um niðurstöður samræmdra grunnskólaprófa og skólaprófa í dönsku, ensku, íslensku og stærð- fræði fyrir þennan árgang. Auk þess var aflað gagna beint frá framhaldsskólum um námsferla og próflok. Lögð var sérstök könnun fyrir úrtak úr þeim hópi af árgang- inum 1969 sem annaðhvort hóf ekki nám í framhaldsskóla eða var skráður þar í tvö ár eða skemur samkvæmt nemendaskrá Hagstofunnar. I þessum hópi voru 1624 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.