Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 73
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
vellíðan. Andstæðan er lífstíll sem einkennist af „áhættuhegðun" ýmiss konar (t.d.
reykingum og áfengisneyslu), sálrænum vandamálum (til dæmis þunglyndi og
kvíða) og lítilli stjórn á eigin lífi. I lífsstílskenningum er ekki gert ráð fyrir skýru
orsakasamhengi, en gengið út frá því að fylgni sé á milli frumbreytna og fylgibreytu
annars vegar og innbyrðis fylgni frumbreytna hins vegar.2
'Enda þótt lífsstílskenningum hafi ekki verið beitt kerfisbundið til þess að skýra
skróp nemenda hafa sumir rannsóknarmenn athugað tengsl skróps við ýmiss konar
hegðun nemenda og lífsstíl þeirra, sem truflað getur skólagöngu þessara nemenda.
McCann og Austin (1988) rannsökuðu nemendur sem taldir voru í hættu (students
at risk), en skróp og áfengis- og fíkniefnaneysla er dæmigerð fyrir þann hóp.
Bempechat og Ginsburg (1989) benda á að skróp og neysla áfengis eru meðal fleiri
þátta sem hafa jákvæða fylgni við brottfall nemenda úr skóla. Brown (1984) sýndi
auk þess fram á miklar reykingar hjá þeim sem skrópuðu mikið. Red-Horse og Red-
Horse (1981) benda á þessi tengsl áfengis og mikils skróps hjá sumum unglingum af
indíánakyni í Bandaríkjunum og virðast þeir unglingar sem skrópa mikið eiga við
fleiri vandamál að glíma en aðrir.
I nokkrum erlendum rannsóknum hefur sjónum verið beint að tengslum skróps
við líðan nemenda, en margt bendir til þess að mikið skróp nemenda tengist and-
legri vanlíðan þeirra. í rannsókn Ficula og samstarfsmanna hennar (1983) kom í ljós
að nemendur sem skrópuðu mikið voru streittari og daprari en þeir sem skrópuðu
minna. Þá var sýnt fram á í tveimur öðrum rannsóknum að þeir nemendur sem
skrópuðu mikið höfðu minna sjálfsálit en þeir sem skrópuðu minna (Englander,
1986; Reid, 1982).
Ljóst er að tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi skróps við
ýmsa þætti í fari og hegðun nemenda. Flestar rannsóknir hafa beinst að því að leita
leiða til að draga úr skrópi, þar sem það er talið hafa slæm áhrif á nemendur og
skólastarf. Nauðsynlegt er að gera hér bragarbót og rannsaka betur skróp og þætti
tengda því. Sérstaklega er þetta mikilvægt þar sem fáar eða engar rannsóknir eru til
á skrópi framhaldsskólanemenda á Islandi. Þannig er ekki getið um neina rannsókn
á skrópi nemenda í framhaldsskólum í yfirlitsritinu Athuganir á íslenskum ungl-
ingum 1970-1990 (Guðríður Sigurðardóttir, Hrönn Jónsdóttir og Þóroddur Bjarna-
son, 1991), en þar eru tilgreindar fleiri en 100 rannsóknir. Þó er bent á tvær rann-
sóknir úr rannsóknarverkefninu „Unge i Reykjavik", þar sem fjallað er nokkuö um
skróp 14 ára unglinga í Reykjavík (Brynjólfur Brynjólfsson, 1983; Pétur Jónasson,
1978). Þetta er athyglisvert í ljósi þess að skólamenn telja áhrif skróps slæm og mikil
fyrirhöfn er við að stemma stigu við skrópi.
Erfitt er að ákvarða hvort einstaka þættir sem tengjast skrópi eru orsakir þess
eða afleiðingar, enda verður því ekki við komið í þessari rannsókn. I henni var
kannað samband skróps við ýmsa þætti í skólastarfi nemenda, t.d. námsárangur,
2 Frumbreyta (independent variable) er áhrifaþáttur eöa breyta sem notuð er til að „skýra" á tölfræðilegan hátt
dreifingu fylgibreytu (dependent variable). Flokkun breytna í frumbreytur og fylgibreytur í spurninga-
könnunum ákvarðast af þeim kenningum sem stuðst er við hverju sinni.
71