Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 83
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
Aðhvarfsgreining á skrópi
Gerðar voru nokkrar aðhvarfsgreiningar (regression analysis) á skrópi nemenda úr
kennslustundum. I aðhvarfsgreiningunum var litið á skróp sem fylgibreytu og hina
þættina sem frumbreytur (áhrifaþætti). Ekki ber að líta svo á að þessar frumbreytur
séu nauðsynlega orsakaþættir skróps, en markmið aðhvarfsgreininganna er að
kanna hvernig nokkrir þættir tengjast skrópi sameiginlega, þar sem einstök áhrif
(unique effects) þáttanna á skróp eru leidd í ljós. Þessi áhrif eru metin hér með
fylgnistuðlinum R2 en hann segir hve mikið einn eða fleiri þættir skýra í skrópi
nemenda.
Áhrifaþáttunum er skipt í tvo flokka: þætti sem tengjast skólanum og þætti sem
tengjast hegðun eða lífsstíl nemenda utan skólans. I fyrri flokki (skólaþættir) eru
þættirnir nátttsleiði, hve vel nemendur sinntu nátninu og heitttanátn peirra. I seinni flokki
(lífsstílsþættir) eru þættirnir hve oft nemendur voru fullir, reykingar, ferðir á böll eða krár
og hve oft peir borðuðu morgunmat á skóladögum. Ein aðhvarfsgreining var gerð á
skrópi fyrir hvorn flokk áhrifaþátta og síðan aðhvarfsgreining fyrir flokkana sam-
eiginlega.
Skólaþættir skýrðu um 26% í skrópi nemenda (R2=0,26), þar sem námsleiði
hafði mest áhrif, hve vel náminu var sinnt hafði næstmest áhrif og heimanám
minnst af þessum þremur þáttum.4 Sérstök áhrif þáttanna þriggja hvers um sig á
skróp og heildaráhrif þeirra voru mjög marktæk.5
Lífsstílsþættir skýrðu um 18% af skrópi nemenda, þar sem fjöldi skipta í mán-
uði sem nemendur voru fullir hafði mest áhrif, reykingar næstmest, síðan hve oft
þeir borðuðu morgunmat og þá ball- og kráarferðir.6 Áhrif hinna tvenns konar
þátta, hvors flokks um sig og beggja í senn, á skróp voru mjög marktæk.7
Þriðja aðhvarfsgreiningin á skrópi var gerð með öllum þáttunum, þar sem
skólaþættir annars vegar og lífsstílsþættir hins vegar gætu skýrt að hluta til sömu
dreifingu í skrópi. Auk þess má halda því fram að þessir þættir í skóla sem athug-
aðir voru hér að framan teljist til lífsstíls. Heildarskýring allra þáttanna sjö á skrópi
var 34% og verður skróp þar með skýrt að einum þriðja í þessum gögnum. Náms-
leiði skýrði mest, svo fjöldi skipta í mánuði sem nemendur voru fullir, þá hve vel
nemendur sinntu náminu, reykingar þeirra, heimanám, fjöldi skipta sem þeir borð-
uðu morgunmat og ball- og kráarferðir nemenda ráku lestina.8 Sérstök áhrif þátt-
anna hvers um sig á skróp voru marktæk, svo og heildaráhrif þeirra allra.9
4 Staðlaðir aðhvarfsstuðlar þáttanna (Beta), sem eru eins konar mat á áhrifum þáttanna, voru +0,32 fyrir
námsleiöa, -0,18 fyrir hve vel námi var sinnt og -0,15 fyrir heimanám.
5 F(3, 638) = 73,64; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif skólaþátta eru marktæk.
6 Staölaðir aðhvarfsstuölar þáttanna (Beta) voru +0,23 fyrir fjölda skipta sem nemendur voru fullir, +0,16 fyrir
reykingar, -0,13 fyrir fjölda skipta sem nemendur boröuðu morgunmat og +0,09 fyrir feröir á böll eöa krár.
7 F(4, 635) = 33,94; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif lífsstílsþátta eru marktæk.
8 Aöhvarfsstuðlarnir (Beta) voru eftirfarandi (fylgja sömu röð og þættir þeirra í texta): +0,28; +0,11; -0,13; +0,17;
-0,12, -0,07; +0,09.
9 F(7, 554) = 40,45; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif allra þátta eru marktæk.
81