Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 83

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 83
ÞORLÁKUR KARLSSON, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON Aðhvarfsgreining á skrópi Gerðar voru nokkrar aðhvarfsgreiningar (regression analysis) á skrópi nemenda úr kennslustundum. I aðhvarfsgreiningunum var litið á skróp sem fylgibreytu og hina þættina sem frumbreytur (áhrifaþætti). Ekki ber að líta svo á að þessar frumbreytur séu nauðsynlega orsakaþættir skróps, en markmið aðhvarfsgreininganna er að kanna hvernig nokkrir þættir tengjast skrópi sameiginlega, þar sem einstök áhrif (unique effects) þáttanna á skróp eru leidd í ljós. Þessi áhrif eru metin hér með fylgnistuðlinum R2 en hann segir hve mikið einn eða fleiri þættir skýra í skrópi nemenda. Áhrifaþáttunum er skipt í tvo flokka: þætti sem tengjast skólanum og þætti sem tengjast hegðun eða lífsstíl nemenda utan skólans. I fyrri flokki (skólaþættir) eru þættirnir nátttsleiði, hve vel nemendur sinntu nátninu og heitttanátn peirra. I seinni flokki (lífsstílsþættir) eru þættirnir hve oft nemendur voru fullir, reykingar, ferðir á böll eða krár og hve oft peir borðuðu morgunmat á skóladögum. Ein aðhvarfsgreining var gerð á skrópi fyrir hvorn flokk áhrifaþátta og síðan aðhvarfsgreining fyrir flokkana sam- eiginlega. Skólaþættir skýrðu um 26% í skrópi nemenda (R2=0,26), þar sem námsleiði hafði mest áhrif, hve vel náminu var sinnt hafði næstmest áhrif og heimanám minnst af þessum þremur þáttum.4 Sérstök áhrif þáttanna þriggja hvers um sig á skróp og heildaráhrif þeirra voru mjög marktæk.5 Lífsstílsþættir skýrðu um 18% af skrópi nemenda, þar sem fjöldi skipta í mán- uði sem nemendur voru fullir hafði mest áhrif, reykingar næstmest, síðan hve oft þeir borðuðu morgunmat og þá ball- og kráarferðir.6 Áhrif hinna tvenns konar þátta, hvors flokks um sig og beggja í senn, á skróp voru mjög marktæk.7 Þriðja aðhvarfsgreiningin á skrópi var gerð með öllum þáttunum, þar sem skólaþættir annars vegar og lífsstílsþættir hins vegar gætu skýrt að hluta til sömu dreifingu í skrópi. Auk þess má halda því fram að þessir þættir í skóla sem athug- aðir voru hér að framan teljist til lífsstíls. Heildarskýring allra þáttanna sjö á skrópi var 34% og verður skróp þar með skýrt að einum þriðja í þessum gögnum. Náms- leiði skýrði mest, svo fjöldi skipta í mánuði sem nemendur voru fullir, þá hve vel nemendur sinntu náminu, reykingar þeirra, heimanám, fjöldi skipta sem þeir borð- uðu morgunmat og ball- og kráarferðir nemenda ráku lestina.8 Sérstök áhrif þátt- anna hvers um sig á skróp voru marktæk, svo og heildaráhrif þeirra allra.9 4 Staðlaðir aðhvarfsstuðlar þáttanna (Beta), sem eru eins konar mat á áhrifum þáttanna, voru +0,32 fyrir námsleiöa, -0,18 fyrir hve vel námi var sinnt og -0,15 fyrir heimanám. 5 F(3, 638) = 73,64; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif skólaþátta eru marktæk. 6 Staölaðir aðhvarfsstuölar þáttanna (Beta) voru +0,23 fyrir fjölda skipta sem nemendur voru fullir, +0,16 fyrir reykingar, -0,13 fyrir fjölda skipta sem nemendur boröuðu morgunmat og +0,09 fyrir feröir á böll eöa krár. 7 F(4, 635) = 33,94; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif lífsstílsþátta eru marktæk. 8 Aöhvarfsstuðlarnir (Beta) voru eftirfarandi (fylgja sömu röð og þættir þeirra í texta): +0,28; +0,11; -0,13; +0,17; -0,12, -0,07; +0,09. 9 F(7, 554) = 40,45; p<0,0001, sem er mat á því hvort heildaráhrif allra þátta eru marktæk. 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.