Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 84

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Page 84
SKRÓP NEMENDA í FRAMHALDSSKÓLUM TÚLKUN NIÐURSTAÐNA Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skróp framhaldsskólanemenda teng- ist ýmsum þáttum í hegðun þeirra, líðan og skólagöngu. Athyglisvert er hve há neikvæð fylgni var milli námsárangurs nemenda og skróps þeirra í Verzlunarskól- anum, en rannsóknin náði til allra reglulegra nemenda í dagskóla hans. Sömu niðurstöður komu í ljós í Flensborgarskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi. I þeim skólum reyndist einnig vera fylgni skróps við áfengisneyslu og aðra þætti í lífsstíl nemenda auk fylgni við andlega vanlíðan. Niðurstöður þessar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á þessu sviði sem getið var í inngangi en þær leiddu í Ijós tengsl skróps nemenda við ýmsa neikvæða þætti í lífi þeirra. Niðurstöður þessar styðja því að nokkru kenningar um að skróp sé fylgifiskur ákveðins lífsstíls þar sem saman fara vandamál í skóla, neysla áfengis, reykingar og ýmiss konar andleg vanlíðan. Það styður þessi sjónar- mið að veruleg innbyrðis fylgni er á milli þeirra frumbreytna sem voru notaðar í þessari rannsókn til að varpa ljósi á skróp. Með kenningum um lífsstíl er ekki gert ráð fyrir skýru orsakasamhengi milli rannsóknarbreyta. Rannsóknarsnið þessarar athugunar leyfir ekki miklar ályktanir um orsakasamband skróps nemenda og þátta sem því tengjast, enda er þetta fyrst og fremst fylgnirannsókn. Þannig er alls ekki unnt að fullyrða að skróp nemenda valdi lökum námsárangri, þó að það sé freistandi ályktun. Samband skróps og námsárangurs er án efa flóknara. Ekki er ólíklegt að margir nemendur skrópi í þeim námsgreinum sem þeim gengur illa að ná tökum á enda er erfitt og leiðinlegt fyrir nemanda að vera í kennslustund þar sem efnið fer fyrir ofan garð og neðan. A hinn bóginn kemur það örugglega niður á námi nemenda í sumum námsgreinum ef þeir skrópa oft í kennslustundum. Þá gengur ýmsum nemendum illa í námi og þeir skrópa oft vegna ytri aðstæðna, án þess að þeir þættir tengist beint. Þannig mætti segja að það sé hluti af lífstíl þeirra að skrópa og standa sig illa í skólanum, ásamt áhugaleysi á skólanum, miklum skemmtunum og áfengisneyslu. Færa má rök fyrir því að rangt sé að einangra eitt vandamál í einu hjá ungling- um með það fyrir augum að leysa það. Oft er um að ræða mörg tengd vandamál sem eru hluti af lífsstíl unglinga. Dæmi um slíkt er skróp og þau önnur vandamál sem tengjast skrópi. Vinna þarf fyrirbyggjandi starf á mörgum sviðum þar sem sjónum er beint að tómstundum unglinga, áfengisneyslu, reykingum og skóla- tengdum þáttum. Skróp hjá piltum og stúlkum var svipað í rannsókn þeirri sem hér hefur verið kynnt. Erlendar rannsóknir sýna ýmist að piltar skrópi meira en stúlkur (Jung og Duckworth, 1985; lítill munur fannst í rannsókn Gills, 1977, sem gerð var í barna- skólum) eða að ekki sé um kynjamun að ræða (Natriello, 1983; Reid, 1982). í rann- sókn Jungs og Duckworths (1985) kom í ljós að þótt piltar skrópuðu oftar en stúlkur var fjöldi þeirra svipaður í þeim hópi sem skrópaði mest. Rannsókn þessi byggist á gögnum frá þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu. Varast verður því að álykta um alla framhaldsskólanemendur á íslandi út frá þess- um niðurstöðum. Líklegt er t.d. að stærð skóla skipti máli, þar sem betra er að fylgj- 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.