Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 84
SKRÓP NEMENDA í FRAMHALDSSKÓLUM
TÚLKUN NIÐURSTAÐNA
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skróp framhaldsskólanemenda teng-
ist ýmsum þáttum í hegðun þeirra, líðan og skólagöngu. Athyglisvert er hve há
neikvæð fylgni var milli námsárangurs nemenda og skróps þeirra í Verzlunarskól-
anum, en rannsóknin náði til allra reglulegra nemenda í dagskóla hans. Sömu
niðurstöður komu í ljós í Flensborgarskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi. I
þeim skólum reyndist einnig vera fylgni skróps við áfengisneyslu og aðra þætti í
lífsstíl nemenda auk fylgni við andlega vanlíðan.
Niðurstöður þessar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á þessu
sviði sem getið var í inngangi en þær leiddu í Ijós tengsl skróps nemenda við ýmsa
neikvæða þætti í lífi þeirra. Niðurstöður þessar styðja því að nokkru kenningar um
að skróp sé fylgifiskur ákveðins lífsstíls þar sem saman fara vandamál í skóla,
neysla áfengis, reykingar og ýmiss konar andleg vanlíðan. Það styður þessi sjónar-
mið að veruleg innbyrðis fylgni er á milli þeirra frumbreytna sem voru notaðar í
þessari rannsókn til að varpa ljósi á skróp.
Með kenningum um lífsstíl er ekki gert ráð fyrir skýru orsakasamhengi milli
rannsóknarbreyta. Rannsóknarsnið þessarar athugunar leyfir ekki miklar ályktanir
um orsakasamband skróps nemenda og þátta sem því tengjast, enda er þetta fyrst
og fremst fylgnirannsókn. Þannig er alls ekki unnt að fullyrða að skróp nemenda
valdi lökum námsárangri, þó að það sé freistandi ályktun. Samband skróps og
námsárangurs er án efa flóknara. Ekki er ólíklegt að margir nemendur skrópi í þeim
námsgreinum sem þeim gengur illa að ná tökum á enda er erfitt og leiðinlegt fyrir
nemanda að vera í kennslustund þar sem efnið fer fyrir ofan garð og neðan. A hinn
bóginn kemur það örugglega niður á námi nemenda í sumum námsgreinum ef þeir
skrópa oft í kennslustundum. Þá gengur ýmsum nemendum illa í námi og þeir
skrópa oft vegna ytri aðstæðna, án þess að þeir þættir tengist beint. Þannig mætti
segja að það sé hluti af lífstíl þeirra að skrópa og standa sig illa í skólanum, ásamt
áhugaleysi á skólanum, miklum skemmtunum og áfengisneyslu.
Færa má rök fyrir því að rangt sé að einangra eitt vandamál í einu hjá ungling-
um með það fyrir augum að leysa það. Oft er um að ræða mörg tengd vandamál
sem eru hluti af lífsstíl unglinga. Dæmi um slíkt er skróp og þau önnur vandamál
sem tengjast skrópi. Vinna þarf fyrirbyggjandi starf á mörgum sviðum þar sem
sjónum er beint að tómstundum unglinga, áfengisneyslu, reykingum og skóla-
tengdum þáttum.
Skróp hjá piltum og stúlkum var svipað í rannsókn þeirri sem hér hefur verið
kynnt. Erlendar rannsóknir sýna ýmist að piltar skrópi meira en stúlkur (Jung og
Duckworth, 1985; lítill munur fannst í rannsókn Gills, 1977, sem gerð var í barna-
skólum) eða að ekki sé um kynjamun að ræða (Natriello, 1983; Reid, 1982). í rann-
sókn Jungs og Duckworths (1985) kom í ljós að þótt piltar skrópuðu oftar en stúlkur
var fjöldi þeirra svipaður í þeim hópi sem skrópaði mest.
Rannsókn þessi byggist á gögnum frá þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Varast verður því að álykta um alla framhaldsskólanemendur á íslandi út frá þess-
um niðurstöðum. Líklegt er t.d. að stærð skóla skipti máli, þar sem betra er að fylgj-
82