Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 100

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 100
KARL EÐA KONA - SKIPTIR ÞAÐ MÁL Unglingarnir vilja að kennarinn sýni skilning á hegðun þeirra en kennarar virðast aftur á móti telja að meðan á þessum breytingum stendur þurfi unglingar meira aðhald en ella og skýrir það e.t.v. áherslu þeirra á það að kennarinn þurfi að vera ákveðinn. Athyglisvert er að ef litið er á þá nemendur sem töldu að annað kynið hefði betra lag á unglingum en hitt, þá töldu fleiri stúlkur kvenkennara hafa betra lag á nemendum en fleiri drengir álitu karlkennara hafa það. Líklega tengist þetta því að stúlkur og drengir eiga auðveldara með að taka einstakling af sama kyni sér til fyrirmyndar (Robertson 1987:187). Svar eins grunnskólanemandans sem tók þátt í athuguninni skýrir þetta: „Bæði kynin halda frekar upp á sitt kyn ...". Það vakti athygli okkar að munur er á orðavali þeirra nemenda sem töldu ann- að kynið hafa betra lag á unglingum en hitt. Þegar karlmenn eiga í hlut eru notaðar lýsingar eins og ógnandi, harðari, sterkari, strangari, frekari, láta engan komast upp með neitt múður og krakkar eru hræddir við pá. Um konurnar er sagt að þær séu þolinmóðari, betur skipulagðar, mýkri, sanngjarnari, rólegri og skemmtilegri. I hugum þessara nem- enda virðist ekki vera sama forskrift að velgengni karla og kvenna í kennslu á ungl- ingastigi. Kvenleg einkenni eru talin vera kostur ef um kvenkennara er að ræða og þau karlmannlegu ef kennarinn er karlkyns. Nokkuð jafnt hlutfall nemenda telur kvenkennara og karlkennara hafa betra lag á unglingum og bendir það til þess að mismunandi framkoma geti skilað jafngóðum árangri. Svo virðist reyndar sem stærstur hluti nemenda telji kyn kennarans ekki skipta máli. Röksemdafærsla þeirra sýnir að persóna og framkoma kennarans telst mun veigameiri en kyn hans. I ljósi þeirrar umræðu meðal kennaranema sem vitnað er til í upphafi greinar- innar áttum við von á því að fleiri konur í athuguninni myndu segjast hafa heyrt að karlar væru taldir hafa betra lag á unglingum en konur. Ef niðurstöðurnar eru athugaðar kemur í ljós að mun færri konur telja sig hafa heyrt þess getið en karlar. En hvers vegna berst þessi orðrómur síður til kvenna en karla? Tvær skýringar eru hugsanlegar. Önnur er á þá leið að líklegt er að fólk opinberi slíkar skoðanir frekar fyrir körlum en konum, þar sem verið er að tala um konur sem hóp en ekki einstaklinga. Ef þær væru opinberaðar fyrir konum væri um leiö lýst yfir vantrausti á þær konur sem rætt væri við. Hin skýringin er sú að það getur verið erfitt fyrir konur að horfast í augu við þá staðreynd að þessi umræða fer fram. Það að afneita tilvist umræðunnar er þá þeirra leið til að kveða hana niður í því skyni að styrkja stöðu kvenna í kennarastétt. Hugsanlega er kynferðisvitund þeirra það sterk að þær geta verið öruggar með sjálfar sig í hlutverki kennara á unglingastigi þrátt fyrir að aðrir telji e.t.v. að það samræmist ekki kynhlutverki kvenna. Mikill munur var á svörum karla og kvenna við spurningunni um hvaða aldri þeim þætti skemmtilegast að kenna. Langflestum körlum finnst skemmtilegra að kenna unglingum og helmingi kvenna finnst skemmtilegra að kenna yngri börnum. Þó eru fleiri konur tilbúnar til að kenna á báðum stigum en karlar, þeir virðast síður kjósa barnastigið. Þetta styrkir það sem kom fram í svörum skólastjóra um að karlar hræddust að kenna yngri börnum þar sem þeir vilji forðast umhyggjuhlutverkið. 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.