Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 107

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 107
HAFSTEINN KARLSSON kennari les fyrir nemendur á að gefa þeim hugmyndir í ritun, lesskilningsverkefni með sögunni sýna þeim hvernig saga er byggð upp og spenna búin til, orð dagsins, orðtök og málshættir eiga að hjálpa þeim að auðga texta sinn og málfræðikennslan á að auðvelda þeim að stafsetja rétt. Það er sem sagt ætlast til þess að það sem gert er fyrstu 15-30 mínúturnar geti nemendur nýtt sér í rituninni strax á eftir. Frjáls lestur þar á eftir eflir orðaforða þeirra, eykur þekkingu, ýtir undir hugmyndaflugið, kveikir ást þeirra á bóklestri o.s.frv. Daglega þurfa nemendur að læra heima í móðurmáli. Þeir eiga að lesa svolítið og leysa verkefni í bókum, t.d. Ás, Tvisti og Þristi, Ritrúnu, Mdl til komið, Stafá bók og fleirum. Móðurmálskennslan nær einnig inn í aðrar námsgreinar. I samfélagsfræði og náttúrufræði er lögð mikil áhersla á lesskilningskennslu og verður nánar vikið að henni síðar. Þá má einnig benda á að lestur framhaldssögu í nestistímanum er afar mikilvægur og ómissandi þáttur í móðurmálskennslu allan grunnskólann. Breytingarnar miðuðust einkum við nemendur 3.-7. bekkjar. Þróun í byrjenda- kennslu hefur verið talsvert meiri en á eldri stigum grunnskólans og hefur hún haft áhrif á skólastarf hér í Villingaholti eins og víðar. Móðurmálskennsla yngstu barn- anna er því áþekk því er tíðkast víða annarsstaðar. Lestur Áherslubreytingarnar komu í fyrsta lagi fram í því að lestur fékk meira vægi í skóla- starfinu en áður var. Það lýsir sér m.a. í því að kennararnir lesa meira fyrir nem- endur en áður. Stundum í upphafi skóladagsins og alltaf á meðan nemendur borða nestið sitt. í nestistímanum er lesin framhaldssaga en í upphafi skóladags er gjarnan lesin smásaga eða kafli úr stærri sögu. Auk þessa fá nemendur 15 mínútur daglega á stundaskrá til að lesa bækur sér til skemmtunar. Einnig eiga þeir að lesa daglega heima. Lesskilningur Lesskilningur er hugtak sem ber oft á góma kennara. Skilgreining þess hefur verið nokkuð óljós en á undanförnum tveimur áratugum hafa verið gerðar rannsóknir og í kjölfar þeirra komið fram nýjar kenningar um lesskilning.21 stuttu og einfölduðu máli má segja að lesskilningur felist í því að tengja nýju upplýsingarnar, sem fást við lesturinn, við það sem lesandinn veit fyrir. Þetta hlýtur að hafa áhrif á kennsl- uaðferðir, ekki bara móðurmálskennara heldur einnig allra hinna. Nemendur fá í hendur gífurlega mikið lesefni í flestum námsgreinum. Það er ætlast til að þeir lesi það og skilji. Ég tel að við höfum lagt of litla áherslu á að kenna nemendum aðferðir sem auðvelda þeim að skilja það sem þeir lesa. Sú alkunna aðferð að setja nemend- um fyrir að lesa heima, t.d. einn kafla í Islandssögu, og leggja svo fyrir þá spurning- ar úr kaflanum þegar þeir koma í skólann, kannar lesskilninginn en kennir hann ekki. 2 Sbr. grein Guömundar B. Kristmundssonar, Lestur og nám í Lcstur - iiiiíI, bls. 69-73, og Irvin, Reading aud thc Middlc Schooí Student, bls. 116-117. 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.