Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Síða 107
HAFSTEINN KARLSSON
kennari les fyrir nemendur á að gefa þeim hugmyndir í ritun, lesskilningsverkefni
með sögunni sýna þeim hvernig saga er byggð upp og spenna búin til, orð dagsins,
orðtök og málshættir eiga að hjálpa þeim að auðga texta sinn og málfræðikennslan
á að auðvelda þeim að stafsetja rétt. Það er sem sagt ætlast til þess að það sem gert
er fyrstu 15-30 mínúturnar geti nemendur nýtt sér í rituninni strax á eftir. Frjáls
lestur þar á eftir eflir orðaforða þeirra, eykur þekkingu, ýtir undir hugmyndaflugið,
kveikir ást þeirra á bóklestri o.s.frv.
Daglega þurfa nemendur að læra heima í móðurmáli. Þeir eiga að lesa svolítið
og leysa verkefni í bókum, t.d. Ás, Tvisti og Þristi, Ritrúnu, Mdl til komið, Stafá bók og
fleirum.
Móðurmálskennslan nær einnig inn í aðrar námsgreinar. I samfélagsfræði og
náttúrufræði er lögð mikil áhersla á lesskilningskennslu og verður nánar vikið að
henni síðar. Þá má einnig benda á að lestur framhaldssögu í nestistímanum er afar
mikilvægur og ómissandi þáttur í móðurmálskennslu allan grunnskólann.
Breytingarnar miðuðust einkum við nemendur 3.-7. bekkjar. Þróun í byrjenda-
kennslu hefur verið talsvert meiri en á eldri stigum grunnskólans og hefur hún haft
áhrif á skólastarf hér í Villingaholti eins og víðar. Móðurmálskennsla yngstu barn-
anna er því áþekk því er tíðkast víða annarsstaðar.
Lestur
Áherslubreytingarnar komu í fyrsta lagi fram í því að lestur fékk meira vægi í skóla-
starfinu en áður var. Það lýsir sér m.a. í því að kennararnir lesa meira fyrir nem-
endur en áður. Stundum í upphafi skóladagsins og alltaf á meðan nemendur borða
nestið sitt. í nestistímanum er lesin framhaldssaga en í upphafi skóladags er gjarnan
lesin smásaga eða kafli úr stærri sögu. Auk þessa fá nemendur 15 mínútur daglega
á stundaskrá til að lesa bækur sér til skemmtunar. Einnig eiga þeir að lesa daglega
heima.
Lesskilningur
Lesskilningur er hugtak sem ber oft á góma kennara. Skilgreining þess hefur verið
nokkuð óljós en á undanförnum tveimur áratugum hafa verið gerðar rannsóknir og
í kjölfar þeirra komið fram nýjar kenningar um lesskilning.21 stuttu og einfölduðu
máli má segja að lesskilningur felist í því að tengja nýju upplýsingarnar, sem fást
við lesturinn, við það sem lesandinn veit fyrir. Þetta hlýtur að hafa áhrif á kennsl-
uaðferðir, ekki bara móðurmálskennara heldur einnig allra hinna. Nemendur fá í
hendur gífurlega mikið lesefni í flestum námsgreinum. Það er ætlast til að þeir lesi
það og skilji. Ég tel að við höfum lagt of litla áherslu á að kenna nemendum aðferðir
sem auðvelda þeim að skilja það sem þeir lesa. Sú alkunna aðferð að setja nemend-
um fyrir að lesa heima, t.d. einn kafla í Islandssögu, og leggja svo fyrir þá spurning-
ar úr kaflanum þegar þeir koma í skólann, kannar lesskilninginn en kennir hann
ekki.
2 Sbr. grein Guömundar B. Kristmundssonar, Lestur og nám í Lcstur - iiiiíI, bls. 69-73, og Irvin, Reading aud thc
Middlc Schooí Student, bls. 116-117.
105