Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 111

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 111
HAFSTEINN KARLSSON Ritun Þær breytingar sem við gerðum á móðurmálskennslunni felast ekki síst í aukinni ritun nemenda. Eins og komið hefur fram setjast þeir daglega við skriftir. Það er mikilvægt að þeir skrifi á hverjum degi, því að þá leitar viðfangsefnið sífellt á hug- ann. Hvenær og hvar sem er fer hugsunin að snúast um efnið. I skrifum sínum vinna nemendur samkvæmt ritunarferlinu, sem við skiptum í sjö þætti: 1. Undirbúningur 5. Prófarkalestur 2. Skriftir 6. Hreinritun 3. Endurgjöf 7. Birting 4. Umritun Oft er undirbúningurinn tímafrekasti þátturinn, einkum þó hjá eldri nemendum. Þeir fá hugmynd sem þeir velta fyrir sér, leita e.t.v. í heimildum og ræða málið við aðra. Á þessu stigi er vinna nemandans varla sýnileg þar sem hlutirnir gerast aðal- lega í hugarfylgsnum hans. Þó byrja þeir fljótlega að punkta hjá sér og koma hugs- unum sínum á blað þó að verkið sé ekki fullmótað í kolli þeirra. Það veltur á undir- búningsvinnunni hversu langur tími fer í skriftirnar. Yfirleitt fer hluti af undirbún- ingsvinnunni fram um leið og skrifað er. Skriftirnar geta því verið nokkuð tíma- frekar. Að þeim loknum fær nemandinn kennarann eða bekkjarfélaga til að fara yfir drögin með sér og koma með ábendingar um það sem gott er og það sem betur mætti fara. Ef lítið er um breytingar er textinn einnig prófarkalesinn. Oft þarf þó að umrita hann áður en það er gert. Áður en textinn er hreinritaður les kennarinn hann yfir með nemandanum og hreinsar burt allar villur. Að síðustu er hann birtur á einhvern hátt, lesinn upp, gefinn út í bók eða settur í möppu sem allir nemendur hafa aðgang að. Viðfangsefni Viðfangsefni nemenda í ritun eru af ýmsum toga. Oft fá þeir sjálfir hugmyndir að efni sem þeir vilja skrifa um en stundum þarf að hjálpa þeim. Á yngra stigi eru ævintýri og reynslusögur vinsæl viðfangsefni. Á miðstigi vill þetta breytast. Þá hafa nemendur lesið þó nokkrar skáldsögur og ritverk þeirra bera þess oft merki. Þeir hafa náð talsverðri leikni í ritun, eru búnir að skrifa um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi og ævintýrin finnst þeim of barnaleg. Þeir vilja fá verkefni við hæfi. Best er að þeir finni þau sjálfir og oft gera þeir það. En stundum er eins og þeir séu búnir að tæma þá sagnabrunna sem þeir hafa yfir að ráða. Ýmislegt getur gefið þeim hug- myndir, t.d. bekkjarfélagarnir, lestur, frásagnir o.fl. Kennari þarf að koma með verkefni þegar þörf er á og hann þarf að vera vakandi fyrir því að verkefni nemenda séu í samræmi við getu þeirra og þroska. Eg nefni hér þrenns konar verkefni sem reynast vel þegar allir brunnar virðast þurrir. Þema í þemaverkefnum eru allir að fást við sama viðfangsefnið en þó hver á sinn hátt. Sem dæmi má taka þema um mannraunir. Það mætti vinna á eftirfarandi hátt: L 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.